Stóns loks á Íslandi 28. nóvember 2008 02:00 Fyrsta gigg Stóns er í kvöld: Frosti Watts, Kalli Wyman, Bjössi Jagger, Biggi Jones og Bjarni Richards spá í Rollingana.Fréttablaðið/björn árnason Fyrstu tónleikar Stóns eru í kvöld á Players í Kópavogi. Þetta er tökulagasveit sem sérhæfir sig í Rolling Stones-lögum. Stóns eru valinkunnir menn úr íslenska rokkinu, Frosti Júníor í Esju er Charlie Watts, Kalli í Lights on the Highway er Bill Wyman, Biggi í Motion Boys er Brian Jones og Bjarni og Bjössi í Mínus eru Keith og Mick. „Við erum allir gríðarlegir Stóns-aðdáendur og okkur finnst gaman að spila rokk og ról og því varð þetta bara til," segir Bjössi Jagger. „Þetta spurðist út og þegar Palli Papi umboðsmaður bauðst til að sjá um okkur tókum við þetta bara alla leið." Bjössi hefur aldrei spilað á Players og bara einu sinni komið þangað inn til að spila pool. „Það er spennandi að spila fyrir eldra fólk en við erum vanir og ég get ekki séð að það sé eitthvað verra að spila á Players en til dæmis á Nasa. Við tökum lög frá öllum ferli Stones, eins konar blöndu af vinsælustu lögunum og uppáhaldslögunum okkar. Mitt uppáhaldstímabil eru árin sem Mick Taylor var í bandinu." Bjössi leggur þunga áherslu á að þetta uppátæki sé ekkert grín. „Nei, við förum alla leið með þetta. Klæðum okkur upp, erum með takta og högum okkur eins og Stóns. Ég er Mick þegar ég er á sviðinu og það er eitt af því besta sem ég veit um." Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fyrstu tónleikar Stóns eru í kvöld á Players í Kópavogi. Þetta er tökulagasveit sem sérhæfir sig í Rolling Stones-lögum. Stóns eru valinkunnir menn úr íslenska rokkinu, Frosti Júníor í Esju er Charlie Watts, Kalli í Lights on the Highway er Bill Wyman, Biggi í Motion Boys er Brian Jones og Bjarni og Bjössi í Mínus eru Keith og Mick. „Við erum allir gríðarlegir Stóns-aðdáendur og okkur finnst gaman að spila rokk og ról og því varð þetta bara til," segir Bjössi Jagger. „Þetta spurðist út og þegar Palli Papi umboðsmaður bauðst til að sjá um okkur tókum við þetta bara alla leið." Bjössi hefur aldrei spilað á Players og bara einu sinni komið þangað inn til að spila pool. „Það er spennandi að spila fyrir eldra fólk en við erum vanir og ég get ekki séð að það sé eitthvað verra að spila á Players en til dæmis á Nasa. Við tökum lög frá öllum ferli Stones, eins konar blöndu af vinsælustu lögunum og uppáhaldslögunum okkar. Mitt uppáhaldstímabil eru árin sem Mick Taylor var í bandinu." Bjössi leggur þunga áherslu á að þetta uppátæki sé ekkert grín. „Nei, við förum alla leið með þetta. Klæðum okkur upp, erum með takta og högum okkur eins og Stóns. Ég er Mick þegar ég er á sviðinu og það er eitt af því besta sem ég veit um."
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira