Þriðji sigur Massa í röð í Tyrklandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2008 13:50 Felipe Massa ók til sigurs í dag. Nordic Photos / Getty Images Þriðja árið í röð vann Brasilíumaðurinn Felipe Massa sigur í tyrkneska kappasktrinum í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar. Massa var á ráspól en Hamilton reyndi sitt allra besta til að skáka honum. Sá enski náði að taka fram úr Massa um miðja keppnina en þar sem hann þurfti að stoppa þrisvar á viðgerðarsvæðinu dugði það aðeins til að hafa betur gegn Kimi Raikkönen í baráttunni um annað sætið. Báðir Ferrari-mennirnir, Massa og Raikkönen, stoppuðu tvisvar á viðgerðarsvæðinu sem þykir nokkuð hefðbundið. Hamilton náði með árangrinum í dag að minnka forskot Raikkönen í stigakeppni ökuþóra í sjö stig. Massa er með jafn mörg stig og Hamilton í stigakeppninni. Ferrari hafði haft mikla yfirburði í síðustu tveimur keppnum en McLaren gekk mun betur í dag að veita þeim einhverja samkeppni. Félagi Hamilton, Heikki Kovalainen, var í öðru sæti á ráspól en varð fyrir þeirri óheppni að sprengja dekk strax á fyrsta hring og varð á endanum í tólfta sæti.Úrslitin í dag: 1. Massa, Ferrari 2. Hamilton, McLaren 3. Raikkönen, Ferrari 4. Kubica, BMW Sauber 5. Heidfeld, BMW Sauber 6. Alonso, Renault 7. Webber, Red Bull 8. Rosberg, Williams Formúla Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þriðja árið í röð vann Brasilíumaðurinn Felipe Massa sigur í tyrkneska kappasktrinum í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar. Massa var á ráspól en Hamilton reyndi sitt allra besta til að skáka honum. Sá enski náði að taka fram úr Massa um miðja keppnina en þar sem hann þurfti að stoppa þrisvar á viðgerðarsvæðinu dugði það aðeins til að hafa betur gegn Kimi Raikkönen í baráttunni um annað sætið. Báðir Ferrari-mennirnir, Massa og Raikkönen, stoppuðu tvisvar á viðgerðarsvæðinu sem þykir nokkuð hefðbundið. Hamilton náði með árangrinum í dag að minnka forskot Raikkönen í stigakeppni ökuþóra í sjö stig. Massa er með jafn mörg stig og Hamilton í stigakeppninni. Ferrari hafði haft mikla yfirburði í síðustu tveimur keppnum en McLaren gekk mun betur í dag að veita þeim einhverja samkeppni. Félagi Hamilton, Heikki Kovalainen, var í öðru sæti á ráspól en varð fyrir þeirri óheppni að sprengja dekk strax á fyrsta hring og varð á endanum í tólfta sæti.Úrslitin í dag: 1. Massa, Ferrari 2. Hamilton, McLaren 3. Raikkönen, Ferrari 4. Kubica, BMW Sauber 5. Heidfeld, BMW Sauber 6. Alonso, Renault 7. Webber, Red Bull 8. Rosberg, Williams
Formúla Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira