Di Grassi kveðst líklegur arftaki Piquet 24. október 2008 10:58 Lucas di Grassi hefur verið þróunarökumaður og stendur hér að baki Alonso og Piquet ásamt Roman Grosejan. Mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi segist vongóður um að taka sæti Nelson Piquet hjá Renault á næsta keppnistímabili. Piquet hefur verið mistækur á árinu, en di Grassi var í fremstu röð í GP 2 mótaröðinni á árinu, auk þess að vera þróunarökumaður Renault. GP 2 mótaröðin hefur alið af sér marga Formúlu 1 ökumenn og Flavio Briatore hjá Renault gaf það í skyn á dögunum að Piquet gæti verið á útleið. "Ég vil stíga næsta skref og komast í Formúlu 1 og það er góður möguleiki á að ég verði í þeirri mótaröð á næsta ári. Renault er fyrsti kostur minn, en ef ég fæ leyfi, þá myndi ég leit til annarra liða," sagði di Grassi. Honda og Torro Rosso eiga enn eftir að staðfesta ökumenn sína og reyndar Renault líka, en flest bendir til að Fernando Alonso verði áfram hjá liðinu. "Þetta er undir Renault komið, sem hefur fyrsta rétt á störfum mínum. Ég er að bíða eftir ákvörðun þeirra, eða hvort ég fæ leyfi til að tala við aðra aðila," sagði di Grassi. Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og lokamótið í Formúlunni verður einmitt í Brasilíu um aðra helgi. Þá ræðst hvort Brasilíumaðurinn Felipe Massa eða Bretinn Lewis Hamilton verður heimsmeistari. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi segist vongóður um að taka sæti Nelson Piquet hjá Renault á næsta keppnistímabili. Piquet hefur verið mistækur á árinu, en di Grassi var í fremstu röð í GP 2 mótaröðinni á árinu, auk þess að vera þróunarökumaður Renault. GP 2 mótaröðin hefur alið af sér marga Formúlu 1 ökumenn og Flavio Briatore hjá Renault gaf það í skyn á dögunum að Piquet gæti verið á útleið. "Ég vil stíga næsta skref og komast í Formúlu 1 og það er góður möguleiki á að ég verði í þeirri mótaröð á næsta ári. Renault er fyrsti kostur minn, en ef ég fæ leyfi, þá myndi ég leit til annarra liða," sagði di Grassi. Honda og Torro Rosso eiga enn eftir að staðfesta ökumenn sína og reyndar Renault líka, en flest bendir til að Fernando Alonso verði áfram hjá liðinu. "Þetta er undir Renault komið, sem hefur fyrsta rétt á störfum mínum. Ég er að bíða eftir ákvörðun þeirra, eða hvort ég fæ leyfi til að tala við aðra aðila," sagði di Grassi. Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og lokamótið í Formúlunni verður einmitt í Brasilíu um aðra helgi. Þá ræðst hvort Brasilíumaðurinn Felipe Massa eða Bretinn Lewis Hamilton verður heimsmeistari.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira