Williams-ökumaðurinn Nico Rosberg náði bestum tíma allra á lokaæfingunni fyrir tímatökur fyrir Montreal kappaksturinn í Kanda í dag. Rosberg var hársbreidd á undan heimsmeistaranum Kimi Raikkönen hjá Ferrari. Næstir komu þeir Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa hjá Ferrari.