Dóttirin syngur aftur með Bubba í Köben 18. október 2008 05:30 Bubbi stígur á svið í Danaveldi í kvöld fyrir framan hátt í eitt þúsund manns. Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audience í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftirminnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdáendur kappans, bæði íslenska og erlenda. Bubbi segir að tónleikarnir leggist mjög vel í sig, en undirbúningur var í fullum gangi þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Gestur minn á tónleikunum verður Poul Krebs og það hafa fleiri þekktir danskir tónlistarmenn boðað komu sína," segir hann fullur tilhlökkunar. Á meðal þeirra verður hugsanlega Jesper Binzen, söngvari stærstu rokksveitar Dana, D-A-D, sem áður hét Disneyland After Dark. Þekktasta lag hennar er vafalítið I"m Sleeping My Day Away sem kom út 1989. Paul Krebs er aftur á móti talinn þekktasti danski tónlistarmaðurinn á eftir sjálfum Kim Larsen. Hitaði Bubbi einmitt upp fyrir Krebs á tónleikum hans í Borgarleikhúsinu fyrir rúmu ári síðan. Páll Eyjólfsson, umboðsmaður Bubba, segist hafa fengið góðar móttökur í Danaveldi þrátt fyrir fjaðrafokið í kringum efnahagsmálin. „Engum hefur verið hent út úr búðum og hér er allt í sómanum," segir hann. „Ég er búinn að vera hér í nokkra daga og finn ekki fyrir öðru en eðlilegum viðskiptaháttum." Hann býst við frábærri stemmningu í kvöld: „Fólk verður ekki fyrir vonbrigðum. Hann verður með bandið með sér og mun taka klassísku slagarana í bland við nýrra efni." -fb Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audience í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftirminnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdáendur kappans, bæði íslenska og erlenda. Bubbi segir að tónleikarnir leggist mjög vel í sig, en undirbúningur var í fullum gangi þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Gestur minn á tónleikunum verður Poul Krebs og það hafa fleiri þekktir danskir tónlistarmenn boðað komu sína," segir hann fullur tilhlökkunar. Á meðal þeirra verður hugsanlega Jesper Binzen, söngvari stærstu rokksveitar Dana, D-A-D, sem áður hét Disneyland After Dark. Þekktasta lag hennar er vafalítið I"m Sleeping My Day Away sem kom út 1989. Paul Krebs er aftur á móti talinn þekktasti danski tónlistarmaðurinn á eftir sjálfum Kim Larsen. Hitaði Bubbi einmitt upp fyrir Krebs á tónleikum hans í Borgarleikhúsinu fyrir rúmu ári síðan. Páll Eyjólfsson, umboðsmaður Bubba, segist hafa fengið góðar móttökur í Danaveldi þrátt fyrir fjaðrafokið í kringum efnahagsmálin. „Engum hefur verið hent út úr búðum og hér er allt í sómanum," segir hann. „Ég er búinn að vera hér í nokkra daga og finn ekki fyrir öðru en eðlilegum viðskiptaháttum." Hann býst við frábærri stemmningu í kvöld: „Fólk verður ekki fyrir vonbrigðum. Hann verður með bandið með sér og mun taka klassísku slagarana í bland við nýrra efni." -fb
Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira