Flugfreyjur syngja jólalög 3. desember 2008 03:00 Hefur slegið í gegn að undanförnu með Stuðmönnum en nú eru það jólalögin. Flugfreyjukórinn treður upp í Fríkirkjunni í kvöld. Dömurnar skarta nýjum búningum við þetta tækifæri. „Nú eru þær komnar í nýja búninga. Voða krulludæmi framan á eins og Rúni Júll var með þegar hann var upp á sitt besta," segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. „Svo er ég þarna grimmúðlegur á myndinni. Með svarta hanska eins og ég sé með gervihönd." Flugfreyjukórinn mun troða upp á aðventukvöldi Flugfreyjufélags Íslands í kvöld í Fríkirkjunni. Magnús lofar sem stjórnandi vönduðu jólaprógrammi þessa sérstæða og flotta kórs sem nú er að verða fimm ára. „Kórinn er orðinn skratti góður þótt ég segi sjálfur frá. Alveg frábærar stelpur," segir Magnús en í Flugfreyjukórnum eru rúmlega tuttugu meðlimir. Kórinn hefur vakið nokkra athygli að undanförnu en hann hefur troðið upp með Stuðmönnum bæði á Gróttuhátíðinni í haust sem og á stórtónleikum í Laugardalshöll nýverið. „Já, slegið í gegn. Honum Jakobi Frímanni fannst í það minnsta mikið til koma. Veit ekki hvort það er vegna þess að hann er með einhvern „búningafetis" - ég held þó ekki. Hann var voðalega hrifinn." Magnús upplýsir að Jón Rafnsson og Gunnlaugur Briem ætli að spila með kórnum auk Ólafi Finnssyni flugmanni sem ætlar að spila á hljómborð og orgelið. „Svo verður þarna hugvekja sem Atli Thoroddsen flugmaður mun flytja en faðir hans er sá frægi listflugmaður, Björn Thoroddsen." Aðventukvöld Flugfreyjufélagsins hófust fyrir nokkrum árum en þá hafði verið höggvið stórt skarð í raðir flugfólks - það orðið fyrir skakkaföllum af ýmsum orsökum. „Þetta byrjaði sem kyrrðarstund en hefur þróast upp í þessi aðventukvöld þar sem flugfólk kemur saman. En allir eru velkomnir. Allir þeir sem vilja heyra flotta jólatónlist," segir Magnús. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Flugfreyjukórinn treður upp í Fríkirkjunni í kvöld. Dömurnar skarta nýjum búningum við þetta tækifæri. „Nú eru þær komnar í nýja búninga. Voða krulludæmi framan á eins og Rúni Júll var með þegar hann var upp á sitt besta," segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. „Svo er ég þarna grimmúðlegur á myndinni. Með svarta hanska eins og ég sé með gervihönd." Flugfreyjukórinn mun troða upp á aðventukvöldi Flugfreyjufélags Íslands í kvöld í Fríkirkjunni. Magnús lofar sem stjórnandi vönduðu jólaprógrammi þessa sérstæða og flotta kórs sem nú er að verða fimm ára. „Kórinn er orðinn skratti góður þótt ég segi sjálfur frá. Alveg frábærar stelpur," segir Magnús en í Flugfreyjukórnum eru rúmlega tuttugu meðlimir. Kórinn hefur vakið nokkra athygli að undanförnu en hann hefur troðið upp með Stuðmönnum bæði á Gróttuhátíðinni í haust sem og á stórtónleikum í Laugardalshöll nýverið. „Já, slegið í gegn. Honum Jakobi Frímanni fannst í það minnsta mikið til koma. Veit ekki hvort það er vegna þess að hann er með einhvern „búningafetis" - ég held þó ekki. Hann var voðalega hrifinn." Magnús upplýsir að Jón Rafnsson og Gunnlaugur Briem ætli að spila með kórnum auk Ólafi Finnssyni flugmanni sem ætlar að spila á hljómborð og orgelið. „Svo verður þarna hugvekja sem Atli Thoroddsen flugmaður mun flytja en faðir hans er sá frægi listflugmaður, Björn Thoroddsen." Aðventukvöld Flugfreyjufélagsins hófust fyrir nokkrum árum en þá hafði verið höggvið stórt skarð í raðir flugfólks - það orðið fyrir skakkaföllum af ýmsum orsökum. „Þetta byrjaði sem kyrrðarstund en hefur þróast upp í þessi aðventukvöld þar sem flugfólk kemur saman. En allir eru velkomnir. Allir þeir sem vilja heyra flotta jólatónlist," segir Magnús.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira