Síðasta mót David Coulthard um næstu helgi 29. október 2008 10:38 David Coulthard dregur sig í hlé í Formúlu 1 sem ökumaður, en mun starfa sem ráðgjafi Red Bull og liðsinnis BBC í sjónvarpsútsendingum að hluta til. mynd: kappakstur.is Skotinn David Coulthard ekur í síðasta Formúlu 1 móti sínu í Brasilíu um næstu helgi. Hann lýkur ferlinum með Red Bull, en hefur ekið með Williams og McLaren. Coulthard á 13 gullverðlaun upp í hillu hjá sér og ók í níu ár með McLaren liðinu, m.a. með Mika Hakkinen. Coulthard fékk sitt fyrsta tækifæri í Formúlu 1 við hliðina á Damon Hill, eftir sviplegt dauðsfall Ayrton Senna á Imola brautinni á Ítaliu árið 1994. "Ég hlakka til mótsins í Brasilíu. Ég vann í Brasilíu árið 2000 og hef nokkrum sinnum komist á verðlaunapall og hugsa mér því gott til glóðarinnar. Ég er búinn að biðja andstæðinga mína að fara varlega í fyrstu beygju, svo ég getið lokið ferlinum í góðu sæti. En ég er viss um að þegar bílarnir verða ræstir af stað, þá muni kappið ráða hjálpsemi ofurliði", segir Coulthard um síðasta mót sitt í Formúlu 1. Coulthard mun ekki hverfa á brott frá Formúlu 1. Hann verður áfram hjá Red Bull sem ráðgjafi og mun einnig koma að málum hjá BBC sjónvarpsstöðinni á næsta ári, sem tekur við af ITV. Fjallað verður um Coulthard í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn ásamt umfjöllun um titilslag Lewis Hamilton og Felipe Massa. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Skotinn David Coulthard ekur í síðasta Formúlu 1 móti sínu í Brasilíu um næstu helgi. Hann lýkur ferlinum með Red Bull, en hefur ekið með Williams og McLaren. Coulthard á 13 gullverðlaun upp í hillu hjá sér og ók í níu ár með McLaren liðinu, m.a. með Mika Hakkinen. Coulthard fékk sitt fyrsta tækifæri í Formúlu 1 við hliðina á Damon Hill, eftir sviplegt dauðsfall Ayrton Senna á Imola brautinni á Ítaliu árið 1994. "Ég hlakka til mótsins í Brasilíu. Ég vann í Brasilíu árið 2000 og hef nokkrum sinnum komist á verðlaunapall og hugsa mér því gott til glóðarinnar. Ég er búinn að biðja andstæðinga mína að fara varlega í fyrstu beygju, svo ég getið lokið ferlinum í góðu sæti. En ég er viss um að þegar bílarnir verða ræstir af stað, þá muni kappið ráða hjálpsemi ofurliði", segir Coulthard um síðasta mót sitt í Formúlu 1. Coulthard mun ekki hverfa á brott frá Formúlu 1. Hann verður áfram hjá Red Bull sem ráðgjafi og mun einnig koma að málum hjá BBC sjónvarpsstöðinni á næsta ári, sem tekur við af ITV. Fjallað verður um Coulthard í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn ásamt umfjöllun um titilslag Lewis Hamilton og Felipe Massa.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira