Massa vill landa báðum meistaratitlunum 25. september 2008 12:23 Felipe Massa verður einbeittur í mótinu í Singapúr um helgina og býst ekki við hjálp frá Kimi Raikkönen hvað stigasöfun varðar. Mynd: kappakstur.is Felipe Massa hjá Ferrari er aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren í stigakeppni ökumanna. Þeir leiða saman hesta sína á fyrstu æfingum keppnisliða á morgun, en kappaksturinn verður á sunnudaginn á flóðlýstri braut. „Mönnum hefur gengið misvel í titilslagnum. Ég hef let í vandræðum, Hamilton og Raikkönen, jafnvel Kubica. Ég held að síðustu mótin verði jöfn og spennandi. Ef við höldum jöfnum hraða og bíllinn bilar ekki, þá eigum við ágæta möguleika á titlinum,“ sagði Massa á fréttamannafundi í dag. „Dómsmál Hamilton fór eins og það átti að fara. Það var alltaf ljóst að það yrði þungur róður fyrir McLaren að áfrýja og ég tel að dómurinn í mótinu á Spa hafi verið sanngjarn. En núna einbeiti ég mér að mótinu í Singapúr. Ef ég vinn mótið með eins stigs mun, þá verð ég verðugur meistari.“ Mönnum er tíðrætt um hvort Raikkönen muni liðsinna Massa í síðustu mótum, hvað stigasöfnun varðar. En Massa býst ekki við neinni hjálp. „Ég geri bara mitt besta og stend á eigin fótum. Ef við getum unnið öll síðustu mótin, öll fjögur, þá er það kjörstaðan. Ég mun gera mitt besta og veit að ég á möguleika á meistaratitiinum og Ferrari í keppni bílasmiða. Markmið okkar er að ná báðum titlum sem lið.“ Sjá nánar á kappakstur.is. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari er aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren í stigakeppni ökumanna. Þeir leiða saman hesta sína á fyrstu æfingum keppnisliða á morgun, en kappaksturinn verður á sunnudaginn á flóðlýstri braut. „Mönnum hefur gengið misvel í titilslagnum. Ég hef let í vandræðum, Hamilton og Raikkönen, jafnvel Kubica. Ég held að síðustu mótin verði jöfn og spennandi. Ef við höldum jöfnum hraða og bíllinn bilar ekki, þá eigum við ágæta möguleika á titlinum,“ sagði Massa á fréttamannafundi í dag. „Dómsmál Hamilton fór eins og það átti að fara. Það var alltaf ljóst að það yrði þungur róður fyrir McLaren að áfrýja og ég tel að dómurinn í mótinu á Spa hafi verið sanngjarn. En núna einbeiti ég mér að mótinu í Singapúr. Ef ég vinn mótið með eins stigs mun, þá verð ég verðugur meistari.“ Mönnum er tíðrætt um hvort Raikkönen muni liðsinna Massa í síðustu mótum, hvað stigasöfnun varðar. En Massa býst ekki við neinni hjálp. „Ég geri bara mitt besta og stend á eigin fótum. Ef við getum unnið öll síðustu mótin, öll fjögur, þá er það kjörstaðan. Ég mun gera mitt besta og veit að ég á möguleika á meistaratitiinum og Ferrari í keppni bílasmiða. Markmið okkar er að ná báðum titlum sem lið.“ Sjá nánar á kappakstur.is.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira