Spánverjinn Fernando Alonso ekur með Ferrari á næsta ári eftir margra ára veru með Renault. Hann hefur æft á fullu á Ferrrari sportbílum á Firano brautinni á Ítalíu.
Ekkert má æfa á Formúlu 1 bílum fyrr en í næsta mánuði og verða skipulagðar æfingar á Jerez brautinni á Spáni. Alonso hefur því fengið Ferrari 599 og Ferrari 458 upp í hendurnar og hefur æft á Firano braut Ferrari í Maranello.
Þá hefur hann unnið undirbúningsvinnu með tæknimönnum liðsins, en vinna við 2010 Formúlu 1 bíl liðsins er í fullum gangi. Hann verður þó ekki tilbúinn fyrr en á næsta ári.
Felipe Massa er líðsfélagi Alonso er kominn í toppform eftir slysið í tímatökum í Ungverjalandi í fyrra. Smá saman hefur listi ökumanna verið að þéttast, en nokkuð mörg sæti eru enn laus, enda fleiri lið á ráslínunni á næsta ári eða þrettán alls.