Barrichello beit frá sér í Valencia 21. ágúst 2009 10:23 Rubens Barrichello ekur yfir brúnna á höfninni í Valencia í morgun í kapp við klukkuna. mynd: AFP Rubens Barrichello var ökumanna sprettharðastur á götum Valencia í dag á Brawn bíl, en McLaren ökumennirnir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton voru skammt undan.Munaði liðlega 0.1 sekúndu á köppunum þremur. Búist er við hörðum slag í mótinu á Valencia, sem svipar til mótsins í Mónakó, en fjöldi listisnekkja liggur á hafnarbakkanum sem keppnin fer fram á og eru 25 beygjur á brautinni sem ökumenn takast á við. Nýr ökumaður Ferrari, í stað Felipe Massa, Ítalinn Luca Badoer var síðastur allra og meira en 3 sekúndum á eftir fyrsta bíl. Hann hefur ekið yfir 150.000 km á æfingum með Ferrari, en keppti í Formúlu 1 fyrir tíu árum. Heimamennirnir Fernando Alonso og Jamie Alguersuari voru í níunda og þrettánda sæti, en mikil spenna er fyrir þeim á heimavelli. Adrian Sutil á Force India náði sjötta besta tíma, en hann hefur oft verið fljótur á götubrautum. Bíll hans er verulega endurbættur frá síðasta móti. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport kl. 20.30 í kvöld. Sjá tíma og brautarlýsingu Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rubens Barrichello var ökumanna sprettharðastur á götum Valencia í dag á Brawn bíl, en McLaren ökumennirnir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton voru skammt undan.Munaði liðlega 0.1 sekúndu á köppunum þremur. Búist er við hörðum slag í mótinu á Valencia, sem svipar til mótsins í Mónakó, en fjöldi listisnekkja liggur á hafnarbakkanum sem keppnin fer fram á og eru 25 beygjur á brautinni sem ökumenn takast á við. Nýr ökumaður Ferrari, í stað Felipe Massa, Ítalinn Luca Badoer var síðastur allra og meira en 3 sekúndum á eftir fyrsta bíl. Hann hefur ekið yfir 150.000 km á æfingum með Ferrari, en keppti í Formúlu 1 fyrir tíu árum. Heimamennirnir Fernando Alonso og Jamie Alguersuari voru í níunda og þrettánda sæti, en mikil spenna er fyrir þeim á heimavelli. Adrian Sutil á Force India náði sjötta besta tíma, en hann hefur oft verið fljótur á götubrautum. Bíll hans er verulega endurbættur frá síðasta móti. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport kl. 20.30 í kvöld. Sjá tíma og brautarlýsingu
Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira