Ekki tekist að bjarga BMW 6. ágúst 2009 10:38 BMW mun klára þetta tímabil í Formúlu 1, en síðan keppir liðið ekki undir merkjum bílaframleiðandans þýska. BMW liðið sem er hætt að keppa í Formúlu 1 tókst ekki að selja liðið í tæka tíð fyrir undirskrift FOTA keppnisliða við FIA, en skráningu lauk í gær og tólf lið eru skráð í Formúlu 1 frá 2010 til 2011. Peter Sauber, fyrrum eigandi Sauber liðsins sem seldi búnað sinn til BMW í góðri trú fyrir nokkrum árum segist afar svekktur hvernig komið er fyrir liðinu, en hann átti 20% í BMW. Hann hefur reynt að stýra málum í höfn með nýjum fjárfestum, en segir BMW vilja fá of mikið fyrir bækistöðina í Hinwill í Sviss. FOTA, samtök keppnisliða eru tilbúinn að framlengja frestinn til BMW, en ekki er víst að FIA taki það í mál. Margir aðilar hafa áhuga á að koma inn í Formúlu 1 í stað BMW. "Okkur hefur ekki tekist að semja við Sauber og aðra aðila um kaup á liðinu og búnaði þess. Við munum klára 2009 tímabilið og sjá hvort eitthvað samkomulag næst á komandi vikum. En BMW hættir sem lið í lok ársins. Það er kllárt", sagði Mario Thiessen yfirmaður BMW liðsins. Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
BMW liðið sem er hætt að keppa í Formúlu 1 tókst ekki að selja liðið í tæka tíð fyrir undirskrift FOTA keppnisliða við FIA, en skráningu lauk í gær og tólf lið eru skráð í Formúlu 1 frá 2010 til 2011. Peter Sauber, fyrrum eigandi Sauber liðsins sem seldi búnað sinn til BMW í góðri trú fyrir nokkrum árum segist afar svekktur hvernig komið er fyrir liðinu, en hann átti 20% í BMW. Hann hefur reynt að stýra málum í höfn með nýjum fjárfestum, en segir BMW vilja fá of mikið fyrir bækistöðina í Hinwill í Sviss. FOTA, samtök keppnisliða eru tilbúinn að framlengja frestinn til BMW, en ekki er víst að FIA taki það í mál. Margir aðilar hafa áhuga á að koma inn í Formúlu 1 í stað BMW. "Okkur hefur ekki tekist að semja við Sauber og aðra aðila um kaup á liðinu og búnaði þess. Við munum klára 2009 tímabilið og sjá hvort eitthvað samkomulag næst á komandi vikum. En BMW hættir sem lið í lok ársins. Það er kllárt", sagði Mario Thiessen yfirmaður BMW liðsins.
Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira