
Kaflaskil
Ríkisstjórnin hefur síðan reynt að svara kallinu um endurbætur og siðbót þó vissulega megi alltaf gera betur. Meðal annars hefur hún leitast við að aðstoða einstaklinga og heimili sem glíma við fjárhagsörðugleika í kjölfar hrunsins. Má þar nefna hækkun vaxtabóta, heimild til útrgreiðslu séreignasparnaðar, frestun allra nauðungaruppboða auk fjölbreyttra úrræða vegna fyrir þá sem glíma við greiðsluerfiðleika. Þá hefur verið lögð áhersla á að efla og auka trúverðugleika eftirlitsstofnanna, t.d. með nýrri og faglegri yfirstjórn í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu auk þess að stórefla embætti sérstaks saksóknara. Ríkisstjórnin hefur þannig með verkum sínum áorkað miklu þó aðstæður til björgunar- og endurreisnaraðgerða hafi verið erfiðar.
Á árinu hefur einnig tekist að endurreisa bankakerfið á mun hagstæðari hátt fyrir ríkissjóð en nokkurn hafði órað fyrir 250 milljörðum króna minni bein fjárútlát og 46 milljörðum króna lægri vaxtagjöld á þeim árum sem nú mætast. Þá er mikilvægt að þetta tókst í samráði við helstu kröfuhafa bankanna, sem bætir samskiptin við þá og dregur úr líkum á málaferlum. Einnig tókst að koma böndum á ríkisfjármálin þannig að afkoma ríkissjóðs er mun betri en á horfðist um tíma og í samræmi við fjárlög sem samþykkt voru í lok síðasta árs. Auk þessa hefur tekist að tryggja þau lán sem þurfti til að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. Þá betri horfur á þróun verðbólgu, atvinnuleysis og um minni samdrátt í landsframleiðslu auk þess sem vextir hafa lækkað hratt síðustu mánuði.
Ekki má heldur gleyma að ýmiss framfaramál hafa náð fram að ganga á árinu þrátt fyrir erfiðleikana og sýnir það að stundum er viljinn allt sem þarf. Skal þar fyrst nefna nýtt tekjuskattskerfi sem mun verja hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum og dreifa byrðunum á allt annan og réttlátari hátt en áður. Þá má einnig nefna hærri grunframfærslu námslána, skýra og metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum, kaup á vændi hafa verið bönnuð, lög sem bæta stöðu sprotafyrirtækja hafa verið samþykkt, Varnarmálastofnun verður lögð niður á nýju ári og svona mætti lengi telja.
Nauðsynlegt er að við þessi áramót verði gerð skýr kaflaskil við fortíðina. Nú skal hefjast kaflinn þar sem hið nýja Ísland rís úr öskustó frumbernsku síns fullveldis og þroskast sem stolt, sjálfstæð, friðelskandi smáþjóð sem axlar sínar ábyrgð og skuldbindingar jafnhliða því að standa fast á rétti sínum. Sú þrautarganga sem við erum að ganga í gegnum mun aðeins verða til þess að styrkja okkur svo fremi við ýtum allri vanmáttarkennd til hliðar, stöndum saman og styðjum við þá sem höllustum fæti standa. Árið 2015 eða 2025 munum við líta til baka og hugsa stolt til þess hvernig við gengum í gegn um kreppuna, lögðum okkar af mörkum og gleðjumst yfir því að það hafi tekist. Aðalatriðið er að þegar til baka verður litið þá gengu þessi „móðuharðindi" yfir, þó af mannavöldum væru, rétt eins og önnur og þjóðin sigraðist á þeim með þolgæði sínu og þrautseigju.
Þar sem ég stend og svipast um í lok árs sé ég að mikið hefur áunnist og að enn meiri bati er í sjónmáli, en hann mun ekki verða af sjálfu sér. Örlög Íslands eru í höndum okkar Íslendinga, engra annarra. Ísland hefur allt sem þarf og óendanlega mikið af því sem svo marga aðra vantar. Gleymum því ekki að við erum ein af ríkustu þjóðum heims sem er í efnahagslegum hremmingum sem vissulega eru miklar en þó fjarri því að vera okkur ofviða.
Höfundur er fjármálaráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar