Áheyrnarprufur fyrir Idol Stjörnuleit fara fram eftir tvo daga.
Þær fara fram á laugardaginn og hefjast stundvíslega kl. 08:00 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.
Rúmlega 2000 manns hafa nú þegar skráð sig í keppnina að sögn Pálma Guðmundssonar sjónvarpsstjóra Stöðvar 2.
Í áheyrnarprufunum syngja keppendur lag að eigin vali, án undirleiks.
Til mikils er að vinna því sigurvegarinn hlýtur 2.000.000 krónur í verðlaun.