Mario Thiessen er ekki sáttur við útkomuna frá áfrýjardómstól FIA á dögunum og enn svekktari með gengi BMW í fyrstu þremur mótum ársins.
"Það er frískandi að sjá ný nöfn á verðlaunapallinum og fremst á ráslínu, jafnvel þó það séu ekki okkar menn. Samt finnst mér verið að eyða miklum fjármunum í reglurugl sem kostar alla peninga", segir Mario Thiessen.
"Fjáraustur er ekki góður fyrir íþróttina og það er ekki gott ef öll lið eru ekki að keppa eftir sömu reglum. Við verðum að laga þessi mál eins fljótt og auðið er. Það er samt magnað að sjá stöðu liðanna, það munar aðeins 1.5 sekúndum frá fyrsta bíl til hins síðasta í tímatökum og það er plús", sagði Thiessen.
