Webber fljótastur í ævintýralegri tímatöku 11. júlí 2009 13:10 mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber var fljótastur allra í skrautegri og spennandi tímatöku á Nurburgring brautinni í Þýsklandi í dag. Veðurguðirnir stríddu ökumönnum, sem þurftu að taka mikilvægar ákvarðnir undir miklu álagi. En toppmennirnir í titilslagnum eru í fyrstu fjórum sætunum á ráslínu. Rigningarskvetta um biðbik tímatökunnar ruglaði menn í ríminu og Fernando Alonso á Renault sem hafði verið fljótur sneri bíl sínum og endaði tólfti á ráslínu. Í lokaumferðinni var mikil spenna, þar sem brautin var blaut á köflum en þurr á öðrum. En það var Webber sem spilaði best úr stöðunni á Red Bull bíl, og sá við Rubens Barrichello og Jenson Button á Brawn, en þeir voru honum næstir. Sebastian Vettel á Red Bull varð fjórði og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren fimmti. Þar fyrir aftan verður Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India. Fimm bílar með Mercedes vélar verða því meðal tíu fremstu, en Ferrari menn nældu í áttunda og níunda sætið með aðstoð Felipe Massa og Kimi Raikkönen. Bein útsending frá kappakstrinum verður á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag og í opinni dagskrá. Sjá nánar um mótið Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber var fljótastur allra í skrautegri og spennandi tímatöku á Nurburgring brautinni í Þýsklandi í dag. Veðurguðirnir stríddu ökumönnum, sem þurftu að taka mikilvægar ákvarðnir undir miklu álagi. En toppmennirnir í titilslagnum eru í fyrstu fjórum sætunum á ráslínu. Rigningarskvetta um biðbik tímatökunnar ruglaði menn í ríminu og Fernando Alonso á Renault sem hafði verið fljótur sneri bíl sínum og endaði tólfti á ráslínu. Í lokaumferðinni var mikil spenna, þar sem brautin var blaut á köflum en þurr á öðrum. En það var Webber sem spilaði best úr stöðunni á Red Bull bíl, og sá við Rubens Barrichello og Jenson Button á Brawn, en þeir voru honum næstir. Sebastian Vettel á Red Bull varð fjórði og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren fimmti. Þar fyrir aftan verður Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India. Fimm bílar með Mercedes vélar verða því meðal tíu fremstu, en Ferrari menn nældu í áttunda og níunda sætið með aðstoð Felipe Massa og Kimi Raikkönen. Bein útsending frá kappakstrinum verður á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag og í opinni dagskrá. Sjá nánar um mótið
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira