Starfsmenn Baugs í London sendir heim með vikulaun í vasanum 11. febrúar 2009 14:07 Megninu af starfsmönnum Baugs á skrifstofu félagsins í London var sagt upp í gærdag og þeir sendir heim með vikulaun í vasanum. PricewaterhouseCoopers (PwC) hefur tekið við lyklunum að skrifstofunni og mun reka Baug með á greiðslustöðvuninni stendur. Samkvæmt frétt um málið í Guardian unnu 30 manns í yfirmannastöðum á skrifstofunni en PwC mun halda fimm þeirra áfram í störfum. Guardian hefur eftir einum starfsmannanna að þeir skilji ekki afhverju þeir fái ekki eðlilega uppsagnargreiðslu þar sem flest fyrirtæki innan Baugs séu í rekstri og skili hagnaði. Guardian segir að ekki sé ljóst hvort Jón Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson muni verða á launaskrá hjá PwC þar sem í ljós hefur komið að þeir munu halda stjórnunarstöðum sínum í nokkrum af þeim félögum sem Baugur á. Malcolm Walker forstjóri Iceland-verslunarkeðjunnar staðfesti í samtali við Guardian að Jón Ásgeir myndi halda stöðu sinni sem stjórnarformaður Iceland. "Jón var sá sem kom kaupunum á Iceland á koppinn og án hans hefði ekkert orðið úr þeim," segir Walker. "Við viljum að hann veri áfram." Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Megninu af starfsmönnum Baugs á skrifstofu félagsins í London var sagt upp í gærdag og þeir sendir heim með vikulaun í vasanum. PricewaterhouseCoopers (PwC) hefur tekið við lyklunum að skrifstofunni og mun reka Baug með á greiðslustöðvuninni stendur. Samkvæmt frétt um málið í Guardian unnu 30 manns í yfirmannastöðum á skrifstofunni en PwC mun halda fimm þeirra áfram í störfum. Guardian hefur eftir einum starfsmannanna að þeir skilji ekki afhverju þeir fái ekki eðlilega uppsagnargreiðslu þar sem flest fyrirtæki innan Baugs séu í rekstri og skili hagnaði. Guardian segir að ekki sé ljóst hvort Jón Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson muni verða á launaskrá hjá PwC þar sem í ljós hefur komið að þeir munu halda stjórnunarstöðum sínum í nokkrum af þeim félögum sem Baugur á. Malcolm Walker forstjóri Iceland-verslunarkeðjunnar staðfesti í samtali við Guardian að Jón Ásgeir myndi halda stöðu sinni sem stjórnarformaður Iceland. "Jón var sá sem kom kaupunum á Iceland á koppinn og án hans hefði ekkert orðið úr þeim," segir Walker. "Við viljum að hann veri áfram."
Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira