Besta hljómplata U2 í átján ár 24. febrúar 2009 06:00 Bono og félagar í U2 hafa sent frá sér sína bestu plötu í átján ár að mati Rolling Stone.nordicphotos/getty Tólfta hljóðversplata U2, No Line on the Horizon, fær fimm stjörnur hjá Dave Fricke, gagnrýnanda bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Hann segir plötuna þá bestu frá sveitinni í átján ár, eða síðan Achtung Baby kom út. „No Line on the Horizon er fyrsta platan frá U2 í næstum fimm ár og þeirra besta hvað varðar textagerð og góðar melódíur síðan Achtung Baby kom út 1991," segir í umsögninni. „Bono syngur um Guð, sektarkennd, ást og hryðjuverk og gerir líka grín að sjálfum sér eins og oft áður," segir Fricke og á þar við söng hans í laginu Stand Up Comedy: „Standið upp fyrir rokkstjörnum. Passið ykkur á litlum mönnum með stórar hugmyndir." Bjagaður gítarleikur The Edge og þéttur trommuleikur Larry Mullen Jr. þykir einnig áberandi á plötunni, sem kemur út 2. mars. Bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu enda hefur U2 lengi verið talin „stærsta" hljómsveit heimsins. Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Daily Telegraph er einnig hrifinn af nýju plötunni: „Þetta er miklu frekar viðburður en plata. Alveg eins og með The Unforgettable Fire og Achtung Baby þá er No Line on the Horizon djörf, falleg og vel ígrunduð enduruppgötvun á tónlist U2." Til að fagna útkomu plötunnar og berjast fyrir komu U2 til Íslands verða haldnir tónleikar á Nasa 7. mars. - fb Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tólfta hljóðversplata U2, No Line on the Horizon, fær fimm stjörnur hjá Dave Fricke, gagnrýnanda bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Hann segir plötuna þá bestu frá sveitinni í átján ár, eða síðan Achtung Baby kom út. „No Line on the Horizon er fyrsta platan frá U2 í næstum fimm ár og þeirra besta hvað varðar textagerð og góðar melódíur síðan Achtung Baby kom út 1991," segir í umsögninni. „Bono syngur um Guð, sektarkennd, ást og hryðjuverk og gerir líka grín að sjálfum sér eins og oft áður," segir Fricke og á þar við söng hans í laginu Stand Up Comedy: „Standið upp fyrir rokkstjörnum. Passið ykkur á litlum mönnum með stórar hugmyndir." Bjagaður gítarleikur The Edge og þéttur trommuleikur Larry Mullen Jr. þykir einnig áberandi á plötunni, sem kemur út 2. mars. Bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu enda hefur U2 lengi verið talin „stærsta" hljómsveit heimsins. Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Daily Telegraph er einnig hrifinn af nýju plötunni: „Þetta er miklu frekar viðburður en plata. Alveg eins og með The Unforgettable Fire og Achtung Baby þá er No Line on the Horizon djörf, falleg og vel ígrunduð enduruppgötvun á tónlist U2." Til að fagna útkomu plötunnar og berjast fyrir komu U2 til Íslands verða haldnir tónleikar á Nasa 7. mars. - fb
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira