Ísland mun eiga sex fulltrúa á Evrópumótinu í 25 metra laug sem fer fram í Istanbul í Tyrklandi 8. til 14. desember næstkomandi. Það verður keppt í hinni frægu Abdi İpekçi Arena höll í Istanbul en þar fór meðal annars fram Evrópumótið í körfubolta og Eurovision söngvakeppnin.
Sundmennirnir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson (ÍRB) og Sindri Þór Jakobsson (Noregi) fara til Tyrkland ásamt sundkonunum Hrafnhildi Lúthersdóttur (SH), Ingu Elínu Cryer (ÍA), Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur (SH) og Ragnheiði Ragnarsdóttur (KR). Þjálfari verður Klaus Jurgen Ohk frá SH. Ragnar Marteinsson verður fararstjóri íslenska hópsins.
Jakob Jóhann Sveinsson og Sigrún Brá Sverrisdóttir, bæði úr Ægi, Árni Már Árnason og Erla Dögg Haraldsdóttir sem stunda bæði nám í Bandaríkjunum gáfu ekki kost á sér í þetta verkefni en þau náðu öll lágmörkum á EM25 2009.
Sex sundmenn og konur á leiðinni til Tyrklands
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



