Button marði ráspólinn í Mónakó 23. maí 2009 13:16 Jenson Button heldur uppteknum hætti. Hann var fljóastur á götum Mónakó i tímatökum í dag. mynd: Getty Images Bretiinn Jenson Button rétt marði að ná besta tíma í æsispennandi tímatökum í Mónaó í dag. Hann varð 25 þúsundustu úr sekúndu á undan Kimi Raikkönen á Ferrari, en Rubens Barrichello varð brotabrotum á eftir honum. "Þetta var alls ekki auðvelt, en ég náði góðum hring í lokin. Keppnin verður erfið og það er mikilvægt fyrir mig á þessum tímapunkti að ná ráspólnum og safna stigum. Við erum með góða stöðu í stigamótinu, en verðum að halda vöku okkar", sagði Button. Lewis Hamilton varð fyrir áfalli í tímatökunni, hann féll úr leik í fyrstu umferð af þremur eftir að hafa snarsnúið bílnum í krappri beygju niður brekku. Hann er sextándi á rásslínu, en Hamilton vann mótið í fyrra. Sebastian Vettel verð fjórði á Red Bull, en Felipe Massa fimmti á undan heimamanninum Nico Rosberg. Bein útsending frá mótinu í Mónakó verður kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretiinn Jenson Button rétt marði að ná besta tíma í æsispennandi tímatökum í Mónaó í dag. Hann varð 25 þúsundustu úr sekúndu á undan Kimi Raikkönen á Ferrari, en Rubens Barrichello varð brotabrotum á eftir honum. "Þetta var alls ekki auðvelt, en ég náði góðum hring í lokin. Keppnin verður erfið og það er mikilvægt fyrir mig á þessum tímapunkti að ná ráspólnum og safna stigum. Við erum með góða stöðu í stigamótinu, en verðum að halda vöku okkar", sagði Button. Lewis Hamilton varð fyrir áfalli í tímatökunni, hann féll úr leik í fyrstu umferð af þremur eftir að hafa snarsnúið bílnum í krappri beygju niður brekku. Hann er sextándi á rásslínu, en Hamilton vann mótið í fyrra. Sebastian Vettel verð fjórði á Red Bull, en Felipe Massa fimmti á undan heimamanninum Nico Rosberg. Bein útsending frá mótinu í Mónakó verður kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira