Besti einkabanki Evrópu - Margir Íslendingar í viðskiptum Gunnar Örn Jónsson skrifar 29. júní 2009 13:33 Norræni viðskiptabankinn Nordea var valinn besti bankinn í Evrópu á sviði einkabankaþjónustu í könnun MyPrivateBanking.com. Tveir Íslendingar starfa hjá bankanum og margir Íslendingar eru í viðskiptum við bankann í Lúxemborg. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar buðu nokkrir bankar framúrskarandi þjónustu og fjárfestingarstefnu sem tók gott mið af þörfum viðskiptavina. Niðurstaða könnunarinnar var sú að fremsti bankinn, með 79 stig af 100 mögulegum, væri Nordea. „Þessi leiðandi norræni banki er nokkuð óvæntur sigurvegari", segir Steffen Binder, yfirmaður markaðsrannsókna hjá MyPrivateBanking.com, „sérstaklega þar sem hann telst ekki þekkt nafn á sviði einkabankaþjónustu. Engu að síður sýndi bankinn góðan árangur í öllum þeim þáttum sem við lögðum mat á. Við hrifumst af faglegum samskiptum bankans við viðskiptavini, ítarlegri athugun sem gerð var með spurningalista og tillögu bankans um fjárfestingarstefnu, sem sýndi að hann hafði góðan skilning á þörfunum sem við lýstum." Bankarnir sem kannaðir voru gátu mest hlotið 100 stig. Meðaleinkunnin var 52 stig og voru flestir bankanna á bilinu 50 til 70 stig. Meira en fjórðungur þeirra fékk hins vegar 40 stig eða minna, sem sýnir að flestir bankanna glímdu við alvarlega veikleika á einu eða fleirum þeirra sviða sem metin voru. Tveir Íslendingar starfa hjá Nordea Bank í Lúxemborg, þeir Sveinn Helgason sem kom til bankans frá Landsbankanum og Hörður Guðmundsson sem kom frá Glitni. Töluvert af Íslendingum eru í viðskiptum hjá Nordea. Margir þeirra komu frá Kaupþingi í Lúxemborg og aðrir frá hinum íslensku bönkunum sem starfræktir voru í Lúxemborg fyrir bankahrunið. „Nordea er frekar íhaldssamur banki sem þótti ekki endilega sá framsæknasti fyrir nokkrum árum en kemur vel út úr kreppunni sökum þess hversu varfærinn bankinn hefur verið. Viðskiptavinir bankans hafa einnig notið góðs af því að vera í samstarfi við varfærinn banka í þeirri fjármálakrísu sem gengið hefur yfir heimsbyggðina. Hér er einkabankaþjónusta eins og hún á að vera. Nordea í Lúxemborg hefur þannig ekki farið út í fjárfestingabankastarfsemi eða áhættusækna útlánastarfsemi eins og starfemi íslensku bankanna hér í Lúxemborg þróaðist út í. Hjá Nordea eru vinnubrögðin mun varfærnari en maður átti að kynnast," segir Hörður Guðmundsson hjá Nordea. Hörður segir ennfremur að viðskiptavinum Landsbankans og Glitnis í Lúxemborg hafi verið sent bréf um að færa eignir sínar til Nordea þegar íslenska bankakerfið hrundi síðastliðið haust. „Þetta er í annað sinn á þessu ári sem einkabankaþjónusta Nordea hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Áhersla okkar á þjónustu við viðskiptavini, gagnsæi og þekking veita okkur áþreifanlegt forskot á þessum erfiðu tímum fyrir einkabanka og viðskiptavini þeirra", að sögn Jhon Mortensen, forstjóra Nordea Bank S.A. Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira
Norræni viðskiptabankinn Nordea var valinn besti bankinn í Evrópu á sviði einkabankaþjónustu í könnun MyPrivateBanking.com. Tveir Íslendingar starfa hjá bankanum og margir Íslendingar eru í viðskiptum við bankann í Lúxemborg. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar buðu nokkrir bankar framúrskarandi þjónustu og fjárfestingarstefnu sem tók gott mið af þörfum viðskiptavina. Niðurstaða könnunarinnar var sú að fremsti bankinn, með 79 stig af 100 mögulegum, væri Nordea. „Þessi leiðandi norræni banki er nokkuð óvæntur sigurvegari", segir Steffen Binder, yfirmaður markaðsrannsókna hjá MyPrivateBanking.com, „sérstaklega þar sem hann telst ekki þekkt nafn á sviði einkabankaþjónustu. Engu að síður sýndi bankinn góðan árangur í öllum þeim þáttum sem við lögðum mat á. Við hrifumst af faglegum samskiptum bankans við viðskiptavini, ítarlegri athugun sem gerð var með spurningalista og tillögu bankans um fjárfestingarstefnu, sem sýndi að hann hafði góðan skilning á þörfunum sem við lýstum." Bankarnir sem kannaðir voru gátu mest hlotið 100 stig. Meðaleinkunnin var 52 stig og voru flestir bankanna á bilinu 50 til 70 stig. Meira en fjórðungur þeirra fékk hins vegar 40 stig eða minna, sem sýnir að flestir bankanna glímdu við alvarlega veikleika á einu eða fleirum þeirra sviða sem metin voru. Tveir Íslendingar starfa hjá Nordea Bank í Lúxemborg, þeir Sveinn Helgason sem kom til bankans frá Landsbankanum og Hörður Guðmundsson sem kom frá Glitni. Töluvert af Íslendingum eru í viðskiptum hjá Nordea. Margir þeirra komu frá Kaupþingi í Lúxemborg og aðrir frá hinum íslensku bönkunum sem starfræktir voru í Lúxemborg fyrir bankahrunið. „Nordea er frekar íhaldssamur banki sem þótti ekki endilega sá framsæknasti fyrir nokkrum árum en kemur vel út úr kreppunni sökum þess hversu varfærinn bankinn hefur verið. Viðskiptavinir bankans hafa einnig notið góðs af því að vera í samstarfi við varfærinn banka í þeirri fjármálakrísu sem gengið hefur yfir heimsbyggðina. Hér er einkabankaþjónusta eins og hún á að vera. Nordea í Lúxemborg hefur þannig ekki farið út í fjárfestingabankastarfsemi eða áhættusækna útlánastarfsemi eins og starfemi íslensku bankanna hér í Lúxemborg þróaðist út í. Hjá Nordea eru vinnubrögðin mun varfærnari en maður átti að kynnast," segir Hörður Guðmundsson hjá Nordea. Hörður segir ennfremur að viðskiptavinum Landsbankans og Glitnis í Lúxemborg hafi verið sent bréf um að færa eignir sínar til Nordea þegar íslenska bankakerfið hrundi síðastliðið haust. „Þetta er í annað sinn á þessu ári sem einkabankaþjónusta Nordea hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Áhersla okkar á þjónustu við viðskiptavini, gagnsæi og þekking veita okkur áþreifanlegt forskot á þessum erfiðu tímum fyrir einkabanka og viðskiptavini þeirra", að sögn Jhon Mortensen, forstjóra Nordea Bank S.A.
Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira