Svartur dagur í Bandaríkjunum 17. febrúar 2009 21:00 Mynd úr safni Talsvert verðfall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði kvöld en fjárfestar hafa efasemdir um að björgunaraðgerðir stjórnvalda dugi til að spyrna fótum við kreppunni. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum í fjármálageiranum að dugi björgunaraðgerðirnar ekki til sé ljóst að tíminn einn muni að lokum binda endi á efnahagsþrengingarnar og verði því mjög erfitt að spá fyrir um hvenær efnahagslífið snúi til betri vegar. Litlu virðist hafa skipt, þótt Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi staðfest björgunarpakka ríkisstjórnarinnar, sem Bandaríkjaþing samþykkti í síðustu viku. Björgunarpakkanum, sem hljóðar upp á 787 milljarða Bandaríkjadala, er ætlað að hleypa lífi í bandarísk efnahagslíf. Helstu áhyggjur manna vestanhafs snúa að bílarisunum General Motors og Chrysler sem bæði áttu að reiða fram endurskoðaða rekstraráætlun í dag. Í áætluninni átti að koma fram hvort fyrirtæki sjái fram á að greiða til baka þau neyðarlán sem hið opinbera hefur sett inn á reikninga fyrirtækjanna til að forða þeim frá þroti. Enn lá ekki fyrir í kvöld hvort rekstraráætlunin liggi á borði yfirvalda. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,79 prósent. Vísitalan endaði í 7552 stigum. Þá féll S&P 500-vísitalan um um 4,56 prósent og endaði hún í 789 stigum. Báðar vísitölurnar hafa ekki verið lægri síðan seint í nóvember í fyrra en þá höfðu þær fallið hratt í kjölfar gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers rétt rúmum tveimur mánuðum áður. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Talsvert verðfall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði kvöld en fjárfestar hafa efasemdir um að björgunaraðgerðir stjórnvalda dugi til að spyrna fótum við kreppunni. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum í fjármálageiranum að dugi björgunaraðgerðirnar ekki til sé ljóst að tíminn einn muni að lokum binda endi á efnahagsþrengingarnar og verði því mjög erfitt að spá fyrir um hvenær efnahagslífið snúi til betri vegar. Litlu virðist hafa skipt, þótt Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi staðfest björgunarpakka ríkisstjórnarinnar, sem Bandaríkjaþing samþykkti í síðustu viku. Björgunarpakkanum, sem hljóðar upp á 787 milljarða Bandaríkjadala, er ætlað að hleypa lífi í bandarísk efnahagslíf. Helstu áhyggjur manna vestanhafs snúa að bílarisunum General Motors og Chrysler sem bæði áttu að reiða fram endurskoðaða rekstraráætlun í dag. Í áætluninni átti að koma fram hvort fyrirtæki sjái fram á að greiða til baka þau neyðarlán sem hið opinbera hefur sett inn á reikninga fyrirtækjanna til að forða þeim frá þroti. Enn lá ekki fyrir í kvöld hvort rekstraráætlunin liggi á borði yfirvalda. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,79 prósent. Vísitalan endaði í 7552 stigum. Þá féll S&P 500-vísitalan um um 4,56 prósent og endaði hún í 789 stigum. Báðar vísitölurnar hafa ekki verið lægri síðan seint í nóvember í fyrra en þá höfðu þær fallið hratt í kjölfar gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers rétt rúmum tveimur mánuðum áður.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira