Milljarðamæringar Forbes: Napurt ár hjá Björgólfi Thor - myndir 12. mars 2009 10:52 Björgólfur Thor Björgólfsson Enginn Björgólfur Guðmundsson er á lista Forbes tímaritsins yfir ríkustu einstaklinga veraldar. Forbes tekur saman lista yfir þá sem eru metnir á að minnsta kosti einn milljarð bandaríkjadala. Talið er að tvö þúsund milljarðar hafi horfið úr vösum þessa hóps sem telur nú 793 einstaklinga. Í fyrra var Björgólfur Thor Björgólfsson metinn á 3,5 milljarða og sat þá í 307. sæti listans, árið áður hafði hann verið í 249. sæti. Nú er Björgólfur metinn á sléttan milljarð og situr í 701. sæti listans með ekki ómerkari mönnum en rússneska auðjöfrinum Boris Berezovsky. Í umsögn um Björgólf Thor segir að eini milljarðamæringur Íslands hafi átt nokkuð napurt ár. Meðal annars hafi ríkisstjórnin þjóðnýtt Landsbankann þar sem þeir feðgar hafi verið stærstu hluthafar og því tapað öllu. „Það nægði til þess að þurrka út auð föður Thor´s, sem var einnig stjórnarformaður bankans. Sem betur fer á Thor þó aðrar eignir utan Íslands." Síðan er talað um sölu Björgólfs Thors á hlut sínum í finnska símafyrirtækinu Elisa fyrir 330 milljónir dollara. Einnig er talað um orðróm þess efnis að hann sé að selja verðmætustu eign sína, Actavis, sem hann keypti í júlí árið 2007. Björgólfur Guðmundsson sat í 1014. sæti listans í fyrra og var þá metinn á 1,1 milljarð. Árið áður var hann í 799. sæti og var metinn á 1,2 milljarð bandaríkjadala. Náði efsta sætinu aftur Á toppi listans trónir Microsoft-kóngurinn Bill Gates sem metinn er á 40 milljarða dollara. Hann nær því aftur efsta sætinu af Warren Buffet sem nú er metinn á 37 milljarða. Í þriðja sætinu er svo mexíkaninn Carlos Slim sem metinn er á 37 milljarða dollara. Þessir þrír eru reyndar í algjörum sérflokki en þeir eru allir á hinum vafasama lista yfir þá sem mest töpuðu á árinu. Á toppi þess lista trónir reyndar Anil Ambani nokkur sem talinn er hafa tapað 31,9 milljörðum dollara og er nú metinn á 10,1 milljarð. Hann er reyndar sá einstaklingur sem mest græddi í fyrra. Warren Buffet er talinn hafa tapað 25 milljörðum eins og Carlos Slim en Bill Gates er „aðeins" talinn hafa tapað 18 milljörðum bandaríkjadollara. Rússarnir fara Aðra á lista má nefna stofnanda Apple Steven Jobs sem situr í 178. sæti með 3,4 milljarða. Ralph Lauren er í 224. sæti með 2,8 milljarða, Richard Branson er metinn á 2,5 milljarða og situr í 261. sæti. Þá er sjónvarpsmógúllinn Ted Turner í 376. sæti með 1,9 milljarð. Hinn skeleggi Donald Trump er í 450. sæti með 1,6 milljarð bandaríkjadollara. Athyglisvert er að skoða rússana á listanum. Í fyrra voru flestir milljarðamæringarnir frá Rússlandi eða 74 talsins. Nú eru þeir aðeins 32 og þeirra þekktastur er líklega Roman Abramovich eigandi kanttspyrnuliðsins Chelsea. Hann situr í 51. sæti listans metinn á 8,5 milljarða. Árið hefur því ekki verið sérstakt hjá Abramovich sem var metinn á 23,5 milljarða í fyrra. Metinn á 40 milljarða dollaraMetinn á 37 milljarða dollara.Metinn á 35 milljarða dollaraMetinn á 1,6 milljarð dollara.Metinn á 2,5 milljarða dollaraMetinn á 8,5 milljarða dollaraMetinn á 3,4 milljarða dollara Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Enginn Björgólfur Guðmundsson er á lista Forbes tímaritsins yfir ríkustu einstaklinga veraldar. Forbes tekur saman lista yfir þá sem eru metnir á að minnsta kosti einn milljarð bandaríkjadala. Talið er að tvö þúsund milljarðar hafi horfið úr vösum þessa hóps sem telur nú 793 einstaklinga. Í fyrra var Björgólfur Thor Björgólfsson metinn á 3,5 milljarða og sat þá í 307. sæti listans, árið áður hafði hann verið í 249. sæti. Nú er Björgólfur metinn á sléttan milljarð og situr í 701. sæti listans með ekki ómerkari mönnum en rússneska auðjöfrinum Boris Berezovsky. Í umsögn um Björgólf Thor segir að eini milljarðamæringur Íslands hafi átt nokkuð napurt ár. Meðal annars hafi ríkisstjórnin þjóðnýtt Landsbankann þar sem þeir feðgar hafi verið stærstu hluthafar og því tapað öllu. „Það nægði til þess að þurrka út auð föður Thor´s, sem var einnig stjórnarformaður bankans. Sem betur fer á Thor þó aðrar eignir utan Íslands." Síðan er talað um sölu Björgólfs Thors á hlut sínum í finnska símafyrirtækinu Elisa fyrir 330 milljónir dollara. Einnig er talað um orðróm þess efnis að hann sé að selja verðmætustu eign sína, Actavis, sem hann keypti í júlí árið 2007. Björgólfur Guðmundsson sat í 1014. sæti listans í fyrra og var þá metinn á 1,1 milljarð. Árið áður var hann í 799. sæti og var metinn á 1,2 milljarð bandaríkjadala. Náði efsta sætinu aftur Á toppi listans trónir Microsoft-kóngurinn Bill Gates sem metinn er á 40 milljarða dollara. Hann nær því aftur efsta sætinu af Warren Buffet sem nú er metinn á 37 milljarða. Í þriðja sætinu er svo mexíkaninn Carlos Slim sem metinn er á 37 milljarða dollara. Þessir þrír eru reyndar í algjörum sérflokki en þeir eru allir á hinum vafasama lista yfir þá sem mest töpuðu á árinu. Á toppi þess lista trónir reyndar Anil Ambani nokkur sem talinn er hafa tapað 31,9 milljörðum dollara og er nú metinn á 10,1 milljarð. Hann er reyndar sá einstaklingur sem mest græddi í fyrra. Warren Buffet er talinn hafa tapað 25 milljörðum eins og Carlos Slim en Bill Gates er „aðeins" talinn hafa tapað 18 milljörðum bandaríkjadollara. Rússarnir fara Aðra á lista má nefna stofnanda Apple Steven Jobs sem situr í 178. sæti með 3,4 milljarða. Ralph Lauren er í 224. sæti með 2,8 milljarða, Richard Branson er metinn á 2,5 milljarða og situr í 261. sæti. Þá er sjónvarpsmógúllinn Ted Turner í 376. sæti með 1,9 milljarð. Hinn skeleggi Donald Trump er í 450. sæti með 1,6 milljarð bandaríkjadollara. Athyglisvert er að skoða rússana á listanum. Í fyrra voru flestir milljarðamæringarnir frá Rússlandi eða 74 talsins. Nú eru þeir aðeins 32 og þeirra þekktastur er líklega Roman Abramovich eigandi kanttspyrnuliðsins Chelsea. Hann situr í 51. sæti listans metinn á 8,5 milljarða. Árið hefur því ekki verið sérstakt hjá Abramovich sem var metinn á 23,5 milljarða í fyrra. Metinn á 40 milljarða dollaraMetinn á 37 milljarða dollara.Metinn á 35 milljarða dollaraMetinn á 1,6 milljarð dollara.Metinn á 2,5 milljarða dollaraMetinn á 8,5 milljarða dollaraMetinn á 3,4 milljarða dollara
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira