Forskot Button og Brawn ekki óviðráðanlegt 3. júní 2009 10:11 Ökumenn Brawn liðsins hafa forystu í stigakeppni ökumanna og liðið í stigakeppni bílasmiða. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull telur að stigaforskot ökumanna Brawn liðsins sé ekki óviðráðnlegt verkefni, en Formúla 1 er í Tyrklandi um næstu helgi. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl þrjú ár í röð. "Vissulega er Brawn liðið með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna og bílasmiða. Button er aðeins fjórum stigum frá fullu húsi í mótum ársins, en tvö næstu mót munu marka framhaldið. Við mætum fullir eldmóðs til Tyrklands og stefnum á sigur í hverju móti fyrir sig. Svo sjáum við bara hvernig okkur miðað í stigamótinu", sagði Horner, en Formúlu 1lið eru mætt til Istanbúl. Red Bull hefur unnið eitt mót á árinu, en Brawn menn fimm. Ross Brawn eigandi liðsins segir menn hafa fagnað sigrinum í Mónakó á dögunum, en hafi þó ekki gleymt sér. "Keppinautar okkar verða öflugir í Tyrklandi, en við höfum þróað nýjan framvæng á bílinn. Þá er ný útgáfa af afturfjöðrun á bílunum til að takast á við óvenjuega brautina í Istanbúl. Í raun finnst mér ótrúlegt að þriðjungur mótaraðarinnar sé að baki, en vitanlega erum við hæstánægðir með stöðu okkar", sagði Brawn. Jenson Button og Rubens Barrichello eru efstir í stigamóti ökumanna og Brawn liðið í stigamóti bílasmiða. Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull telur að stigaforskot ökumanna Brawn liðsins sé ekki óviðráðnlegt verkefni, en Formúla 1 er í Tyrklandi um næstu helgi. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl þrjú ár í röð. "Vissulega er Brawn liðið með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna og bílasmiða. Button er aðeins fjórum stigum frá fullu húsi í mótum ársins, en tvö næstu mót munu marka framhaldið. Við mætum fullir eldmóðs til Tyrklands og stefnum á sigur í hverju móti fyrir sig. Svo sjáum við bara hvernig okkur miðað í stigamótinu", sagði Horner, en Formúlu 1lið eru mætt til Istanbúl. Red Bull hefur unnið eitt mót á árinu, en Brawn menn fimm. Ross Brawn eigandi liðsins segir menn hafa fagnað sigrinum í Mónakó á dögunum, en hafi þó ekki gleymt sér. "Keppinautar okkar verða öflugir í Tyrklandi, en við höfum þróað nýjan framvæng á bílinn. Þá er ný útgáfa af afturfjöðrun á bílunum til að takast á við óvenjuega brautina í Istanbúl. Í raun finnst mér ótrúlegt að þriðjungur mótaraðarinnar sé að baki, en vitanlega erum við hæstánægðir með stöðu okkar", sagði Brawn. Jenson Button og Rubens Barrichello eru efstir í stigamóti ökumanna og Brawn liðið í stigamóti bílasmiða.
Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira