Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld 24. júlí 2009 12:33 Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að breska hagstofan birti í morgun tölur um landsframleiðslu þar í landi, og kom upp úr dúrnum að hún hafði minnkað um 0,8% að raungildi á öðrum fjórðungi ársins frá þeim fyrsta. Landsframleiðslan hafði þá minnkað um 5,6% frá sama tíma í fyrra. Spár höfðu að meðaltali hljóðað upp á 0,3% samdrátt og töldu sumir greinendur að þessi afleita niðurstaða minnkaði líkur á að hagvöxtur myndi eiga sér stað í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi. Bretland var fyrst stærstu iðnríkjanna að birta þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung ársins, og bíða menn nú milli vonar og ótta eftir því hvernig aðrar tölur frá stærstu hagkerfum heims muni líta út. Markaðir tóku hins vegar tíðindunum nokkuð létt, enda hafa jákvæðir straumar leikið um þá undanfarið. Pundið féll raunar nokkuð í verði á móti Bandaríkjadollar og evru eftir tíðindin. Fallið var hins vegar mildara en ella sakir þess að tíðindin hrukku af hlutabréfamarkaði í London eins og vatn af gæs. Það sem af er degi hefur FTSE100 vísitalan hækkað um 0,6% og er þetta 10 hækkunardagurinn í röð á breskum hlutabréfamarkaði. Er hlutabréfaverð í Bretlandi nú að jafnaði nánast orðið það sama og í upphafi árs eftir snarpa dýfu á fyrsta fjórðungi ársins. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að breska hagstofan birti í morgun tölur um landsframleiðslu þar í landi, og kom upp úr dúrnum að hún hafði minnkað um 0,8% að raungildi á öðrum fjórðungi ársins frá þeim fyrsta. Landsframleiðslan hafði þá minnkað um 5,6% frá sama tíma í fyrra. Spár höfðu að meðaltali hljóðað upp á 0,3% samdrátt og töldu sumir greinendur að þessi afleita niðurstaða minnkaði líkur á að hagvöxtur myndi eiga sér stað í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi. Bretland var fyrst stærstu iðnríkjanna að birta þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung ársins, og bíða menn nú milli vonar og ótta eftir því hvernig aðrar tölur frá stærstu hagkerfum heims muni líta út. Markaðir tóku hins vegar tíðindunum nokkuð létt, enda hafa jákvæðir straumar leikið um þá undanfarið. Pundið féll raunar nokkuð í verði á móti Bandaríkjadollar og evru eftir tíðindin. Fallið var hins vegar mildara en ella sakir þess að tíðindin hrukku af hlutabréfamarkaði í London eins og vatn af gæs. Það sem af er degi hefur FTSE100 vísitalan hækkað um 0,6% og er þetta 10 hækkunardagurinn í röð á breskum hlutabréfamarkaði. Er hlutabréfaverð í Bretlandi nú að jafnaði nánast orðið það sama og í upphafi árs eftir snarpa dýfu á fyrsta fjórðungi ársins.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira