Annan dag í röð hefur sandstormur á brautinn í Bahrain heft æfingar Ferrari, BMW og Toyota. Þyrla með læknum komst ekki í loftið og við svo búið mega ökumenn ekki æfa á brautinni.
"Ég hef aldrei á ævinni séð sandstorm með eigin augum og þetta er því ný reynsla. Við vorum fastir í bílskúrnum í dag og líka í gær. Ég komst einn hring og svo ekki meira í dag", sagði Trulli.
Æfingadagar eru fáir í boði fyrir fyrsta mót vegna tilmæla FIA um takmarkaða æfingadaga. Hver ekinn km skiptir því miklu máli.
"Það hefur ekki gengið vel að æfa. Þegar ég var í Portúgal, þá rigndi mikið og var kalt í veðri. Mig klæjar í puttana að komast á almennilega æfingu og taka á bílnum. Vonandi gengur betur á morgun", sagði Trulli.
Sandstormur svekkir Formúlu ökumenn
