Erla Dögg Haraldsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir byrja báðar frábærlega á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug en þær slógu báðar sín eigin Íslandsmet í Laugardalslauginni nú rétt áðan.
Erla Dögg keppir sem gestur á mótinu en hún synti á 1:01,77 mínútu í 100 metra fjórsundi og bætti metið sitt um sekúndu.
Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, fylgdi í kjölfarið og bætti metið sitt í 100m skriðsundi og synti á 54,76 sem er bæting upp á 23 hundraðshluta.