Hertar bankareglur G-20 munu draga úr hagnaði banka 21. september 2009 09:52 Leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í vikunni og á fundi þeirra verður reynt að herða reglur um starfsemi banka. Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að um umfangsmestu uppstokkun á þessum reglum verði að ræða síðan upp úr 1930. Talið er að reglurnar muni draga úr hagnaði bankanna og á þeim bæjum eru menn ekki sáttir. Í þeirri áætlun sem Barack Obama Bandaríkjaforseti og aðrir leiðtogar G-20 ætla að leggja fram er gert ráð fyrir að dregið verði úr áhættusækni bankanna, eiginfjárstuðlar þeirra verði hækkaðir og bönkum gert skylt að liggja inni með fleiri auðseljanlegar eignir en áður. Af öðrum málum á dagskrá G-20 fundarins, sem stendur á fimmtudag og föstudag má nefna umræður um hvernig eigi að keyra efnahagsuppsveifluna, forðast verndarstefnu, bæta endurskoðanir og endurskipuleggja stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fari svo að almenn samstaða náist um fyrrgreindar bankareglur er líklegt að þær muni minnka um þriðjung hagnaðarmöguleikana hjá bönkum á borð við Goldman Sachs, Barclays, Deutsche Bank og JPMorgan Chase. Talsmenn þessara banka vildu ekki tjá sig um málið við Bloomberg. Hinsvegar vitnar fréttaveitan í Íslandsvininn og hagfræðinginn Joseph Stiglitz sem segir að ekkert sem máli skipti hafi enn verið framkvæmt. „Og bankarnir eru að þrýsta á móti," segir Stiglitz. „Leiðtogar G-20 munu koma smávægilegum breytingum í gagnið en hvert skerf fram á við er breyting í rétta átt." Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í vikunni og á fundi þeirra verður reynt að herða reglur um starfsemi banka. Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að um umfangsmestu uppstokkun á þessum reglum verði að ræða síðan upp úr 1930. Talið er að reglurnar muni draga úr hagnaði bankanna og á þeim bæjum eru menn ekki sáttir. Í þeirri áætlun sem Barack Obama Bandaríkjaforseti og aðrir leiðtogar G-20 ætla að leggja fram er gert ráð fyrir að dregið verði úr áhættusækni bankanna, eiginfjárstuðlar þeirra verði hækkaðir og bönkum gert skylt að liggja inni með fleiri auðseljanlegar eignir en áður. Af öðrum málum á dagskrá G-20 fundarins, sem stendur á fimmtudag og föstudag má nefna umræður um hvernig eigi að keyra efnahagsuppsveifluna, forðast verndarstefnu, bæta endurskoðanir og endurskipuleggja stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fari svo að almenn samstaða náist um fyrrgreindar bankareglur er líklegt að þær muni minnka um þriðjung hagnaðarmöguleikana hjá bönkum á borð við Goldman Sachs, Barclays, Deutsche Bank og JPMorgan Chase. Talsmenn þessara banka vildu ekki tjá sig um málið við Bloomberg. Hinsvegar vitnar fréttaveitan í Íslandsvininn og hagfræðinginn Joseph Stiglitz sem segir að ekkert sem máli skipti hafi enn verið framkvæmt. „Og bankarnir eru að þrýsta á móti," segir Stiglitz. „Leiðtogar G-20 munu koma smávægilegum breytingum í gagnið en hvert skerf fram á við er breyting í rétta átt."
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira