Sebastian Vettel á Red Bull reyndist manna fljótstur eftir tvær æfingar á Barcelona brautinni í dag. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Mark Webber á seinni æfingunni og bestu tímar dagsins litu dagsins ljós á henni.
Michael Schumacher varð þriðji á Mercedes og virðist kunna vel við sig á lengri Mercedes, en heimamaðurinn Fernado Alonso á Ferrari kom honum næstur. Lewis Hamilton sem hafði náð besta tíma á fyrri æfingunni varð fimmti og Jenson Button sem varð annar á fyrri æfingunni náð aðeins níunda besta tíma á þeirri síðari.
Bestu tímarnir.
1. Vettel Red Bull-Renault 1:19.965 24
2. Webber Red Bull-Renault 1:20.175 + 0.210 35
3. Schumacher Mercedes 1:20.757 + 0.792 28
4. Alonso Ferrari 1:20.819 + 0.854 30
5. Hamilton McLaren-Mercedes 1:21.191 + 1.226 23
6. Kubica Renault 1:21.202 + 1.237 36
7. Rosberg Mercedes 1:21.271 + 1.306 27
8. Massa Ferrari 1:21.302 + 1.337 25
9. Button McLaren-Mercedes 1:21.364 + 1.399 26
10. Sutil Force India-Mercedes 1:21.518 + 1.553 32