Webber ánægður með klókindi aðstoðarmanns 3. apríl 2010 17:32 Fremstu menn á ráslínu í Malasíu. Nico Rosberg, Mark Webber og Sebastian Vettel. Mynd: Getty Images Mark Webber og Ciaron tæknilegur aðstoðarmaður hans voru að vonum ánægðir með besta tíma í tímatökum í dag, en klókindi þeirra sameiginlega urðu til þess að Webber var einn manna á milligerð af regndekkjum í lokaumferðinni. Þau gáfu meira grip þrátt fyrir mikla vosbúð þegar mest reið á og var mikil áhætt að grípa til þessara dekkja, enda voru allir aðrir í lokaumferðinni á grófari regndekkjum. "Ég vissi ekki hvort fleiri voru á samskonar dekkjum, hvort ég var svarti sauðurinn eður ei. Það spýttist úr skýjunum og það voru staðir þar sem þetta voru réttu dekkin til að vera á, en á öðrum stöðum var hætta á að missa bílinn útaf", sagði Webber á vefsíðu Autosport. Fremstu menn í stigamótinu féllu allir úr leik í fyrstu umferð og sátu eftir með sárt ennið, en Red Bull menn kræktu í fyrsta og þriðja sæti, því Sebastian Vettel varð þriðji, en Nico Rosberg á milli. "Ég ætla ekki að kast eggjum í neinn og það er auðvelt að klikka við svona aðstæður eins og sást með Lewis og báða Ferrari bílanna. Í annarri umferð þurfti kanó og stundum var ég á 40-50 km hraða. Þetta var mjög, mjög erfitt. Þegar rignir, þá rignir." "Við höfum ekki náð tilsettum árangri á árinu, en ætlum að gera okkar besta á sunnudag, en keppnin er löng og við gætum þess að fara ekki framúr okkur", sagði Webber. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber og Ciaron tæknilegur aðstoðarmaður hans voru að vonum ánægðir með besta tíma í tímatökum í dag, en klókindi þeirra sameiginlega urðu til þess að Webber var einn manna á milligerð af regndekkjum í lokaumferðinni. Þau gáfu meira grip þrátt fyrir mikla vosbúð þegar mest reið á og var mikil áhætt að grípa til þessara dekkja, enda voru allir aðrir í lokaumferðinni á grófari regndekkjum. "Ég vissi ekki hvort fleiri voru á samskonar dekkjum, hvort ég var svarti sauðurinn eður ei. Það spýttist úr skýjunum og það voru staðir þar sem þetta voru réttu dekkin til að vera á, en á öðrum stöðum var hætta á að missa bílinn útaf", sagði Webber á vefsíðu Autosport. Fremstu menn í stigamótinu féllu allir úr leik í fyrstu umferð og sátu eftir með sárt ennið, en Red Bull menn kræktu í fyrsta og þriðja sæti, því Sebastian Vettel varð þriðji, en Nico Rosberg á milli. "Ég ætla ekki að kast eggjum í neinn og það er auðvelt að klikka við svona aðstæður eins og sást með Lewis og báða Ferrari bílanna. Í annarri umferð þurfti kanó og stundum var ég á 40-50 km hraða. Þetta var mjög, mjög erfitt. Þegar rignir, þá rignir." "Við höfum ekki náð tilsettum árangri á árinu, en ætlum að gera okkar besta á sunnudag, en keppnin er löng og við gætum þess að fara ekki framúr okkur", sagði Webber.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira