Stórstjarnan Paul Potts með Bó á jólatónleikum 24. ágúst 2010 07:30 Paul Potts, sem sigraði heiminn með fyrstu áheyrnarprufu sinni í Britain Got Talent, hafði mikinn áhuga á því að koma til Íslands. Óperusöngvarinn Paul Potts, sem fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með söng sínum í Britain Got Talent fyrir þremur árum, verður sérstakur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll 4. desember. Tæplega sjötíu milljónir hafa séð fyrstu áheyrnarprufu Potts á myndbandavefnum Youtube þegar þessi símasölumaður með skökku tennurnar hóf upp raust sína og flutti Nessun Dorma nánast óaðfinnanlega fyrir dómnefndina sem þá var skipuð af Simon Cowell, Piers Morgan og Amanda Holden. Björgvin sjálfur var að vonum ánægður með gestinn en undirbúningur fyrir komu hans hefur staðið yfir síðan í janúar. Björgvin Halldórsson heldur jólatónleika fjórða árið í röð. „Nú erum við bara að færa tónleikana upp á næsta stig og það er mjög gaman að bæta svona erlendum listamönnum við tónleikana, við vildum ekki vera að selja alltaf sömu smákökutegundina, ár eftir ár." Björgvin viðurkennir að hann hafi komist við þegar hann sá myndbandið af Potts í fyrsta skipti. „Hann hefur einhverja náðargjöf, ég hef aðeins verið að njósna um hann á Netinu og skoða hvað hann hefur verið að gera og hann er til að mynda á mála hjá stærstu umboðsskrifstofu heims. Menn þurfa að hafa eitthvað til brunns að bera til að vera meðal skjólstæðinga þeirra," útskýrir Björgvin og bætir því við að Potts sé stórstjarna í útlöndum, hann hafi selt mikið af plötum síðan hann sigraði í Britain Got Talent og haft í nægu að snúast við tónleikahald. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafði Potts mikinn áhuga á því að koma til Íslands en eins og hjá flestum listamönnum eru jólin mjög annasamur tími og því var ekkert sjálfgefið að hann kæmist hingað. Þetta verður í fimmta skiptið í röð sem Björgvin heldur tónleika í Laugardalshöll og fjórðu jólatónleikarnir í röð. Að þessu sinni verða einnig haldnir jólatónleikar á Akureyri, 11. desember, en Potts mun ekki syngja á þeim, svo því sé haldið til haga. „Við verðum með frábæra innlenda listamenn, þetta verður gríðarlega stórt að umfangi og alveg svakaleg uppstilling." Hér má sjá hina frægu áheyrnaprufu Paul þar sem hann flytur Nessun Dorma.[email protected] Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Óperusöngvarinn Paul Potts, sem fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með söng sínum í Britain Got Talent fyrir þremur árum, verður sérstakur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll 4. desember. Tæplega sjötíu milljónir hafa séð fyrstu áheyrnarprufu Potts á myndbandavefnum Youtube þegar þessi símasölumaður með skökku tennurnar hóf upp raust sína og flutti Nessun Dorma nánast óaðfinnanlega fyrir dómnefndina sem þá var skipuð af Simon Cowell, Piers Morgan og Amanda Holden. Björgvin sjálfur var að vonum ánægður með gestinn en undirbúningur fyrir komu hans hefur staðið yfir síðan í janúar. Björgvin Halldórsson heldur jólatónleika fjórða árið í röð. „Nú erum við bara að færa tónleikana upp á næsta stig og það er mjög gaman að bæta svona erlendum listamönnum við tónleikana, við vildum ekki vera að selja alltaf sömu smákökutegundina, ár eftir ár." Björgvin viðurkennir að hann hafi komist við þegar hann sá myndbandið af Potts í fyrsta skipti. „Hann hefur einhverja náðargjöf, ég hef aðeins verið að njósna um hann á Netinu og skoða hvað hann hefur verið að gera og hann er til að mynda á mála hjá stærstu umboðsskrifstofu heims. Menn þurfa að hafa eitthvað til brunns að bera til að vera meðal skjólstæðinga þeirra," útskýrir Björgvin og bætir því við að Potts sé stórstjarna í útlöndum, hann hafi selt mikið af plötum síðan hann sigraði í Britain Got Talent og haft í nægu að snúast við tónleikahald. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafði Potts mikinn áhuga á því að koma til Íslands en eins og hjá flestum listamönnum eru jólin mjög annasamur tími og því var ekkert sjálfgefið að hann kæmist hingað. Þetta verður í fimmta skiptið í röð sem Björgvin heldur tónleika í Laugardalshöll og fjórðu jólatónleikarnir í röð. Að þessu sinni verða einnig haldnir jólatónleikar á Akureyri, 11. desember, en Potts mun ekki syngja á þeim, svo því sé haldið til haga. „Við verðum með frábæra innlenda listamenn, þetta verður gríðarlega stórt að umfangi og alveg svakaleg uppstilling." Hér má sjá hina frægu áheyrnaprufu Paul þar sem hann flytur Nessun Dorma.[email protected]
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira