Hamilton segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist á laugardag, en þá fer tímatakan fram. Red Bull hefur náð besta tíma í öllum tímatökum ársins.
"Við sjáum á laugardag hver raunhraði okkar verður. Við höfum ekki tekið risaskref til að minnka forskotið. Ég geri ráð fyrir að Red Bull verði sterkt."
"Mér hefur yfirleitt gengið vel hérna, en veit ekki afhverju. Þetta er einskonar götubraut sem mér gengur vel á. Ég hef alltaf getað still bílnu upp og brautin hentar mínum akstursstíl. Vonandi gerist það sama þessa helgina og ég er að vona að bíllinn sé samkeppnisfær við þá fremstu. Ég hlakka til að keppa, þar sem það er nokkuð liðið síðan ég hef keppt hérna", sagði Hamilton.