Um baktjöld þagnar háskólamanna 24. september 2010 06:00 Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. Upp úr 1990 fluttist ég heim eftir 20 ár erlendis, rúman áratug í rannsóknanámi við Kaupmannahafnarháskóla og annan við rannsóknastörf sem aðstoðarforstöðumaður við Safn mannsins á Mannfræðistofnun Náttúrusögusafns Frakklands í París og síðan sem háskólaprófessor við sálarfræði- og líffræðideildir Parísarháskóla, m.a. á Sorbonne í París. Fjölskylduástæður réðu heimför, en reynsla annarra íslenskra háskólamanna olli ugg, enda tók við alls ófullburða háskólastig og óprenthæf launakjör. Háskóli Íslands var þá í raun grunnnámsháskóli (undergraduate school) en ekki háskóli (university) í fyllstu merkingu þó margir virtust trúa því og að hann væri auk þess meðal fremstu háskóla heims og starfsmenn hans hálaunaðir. Laun háskólamanna hér voru þó ósambærileg við starfsbræður erlendis og innlenda aðila og virðingarleysi fyrir menntun þeirra og starfi yfirgengilegt. Á launaseðlinum var sem stæði: „Þú ert ekki matvinnungur heldur byrði á þjóðinni". - Flosnaði nokkur upp frá búi vötnuðu valdamenn músum, en að háskólamaður flosnaði upp frá menntun sinni, oft frá helstu háskólum veraldar, skipti engu. Við athöfn í Háskóla Íslands á tíunda áratugnum virtist eldri háskólaprófessor á hag- eða viðskiptasviði klökkna í ræðu frammi fyrir valdamönnum er hann barmaði sér út af háðuglegum launum sínum. Hans líkum var augljóslega ekki ætlað að ganga uppréttir eða hafa sjálfstæðar skoðanir heldur dansa eftir pípu valds og aura í von um dúsur. Íslenski prófessorinn myndi heldur ekki hafa rannsóknanemendur til að rannsaka brýn mál, hvorki t.d. einkavinavæðingu né hagstjórn. Styrkur háskólaprófessora þróaðra þjóða var hér óvelkominn og niðurlægðir háskólamenn lærðu að þegja. - Einn fór þó mikinn í fjölmiðlum enda lýsti sá einatt aðdáun á hæsta valdherra. Áform komu fram um „Háskóla-spilavíti"! En var það ekki bara hótun, örþrifaráð æðstu menntastofnunar þjóðar til að valda lögboðnu hlutverki sínu og ætluð til þess eins að knýja Alþingi til dáða? „Nei, á Alþingi ræða menn nyt í kúm og beitarþol og skiptast á ferskeytlum" var manni sagt. Æðsta menntastofnun þjóðar sem brautryðjandi í spilavítarekstri varð ískaldur raunveruleiki. Erlendir starfsbræður voru agndofa. - Var þetta einn forboða siðrofs og „casínó"-lifnaðar? Virðingarleysið fyrir menntun var svo innsiglað skömmu fyrir nánast gjaldþrot þjóðarinnar m.a. með því að setja einstakling einungis með grunnmenntun frá Háskóla Íslands og það í óviðkomandi fræðum ráðherra bankamála, risavaxins alþjóðlegs bankakerfis smáþjóðar, en hrun þess varð eitt hið stærsta í veraldarsögunni. Glæsileg efling háskólastigsins á síðustu árum, sem hefur gert Reykjavík að háskólaborg kom of seint, en ástæða virðist nú til bjartsýni um aukið vægi þekkingar í íslensku mannlífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. Upp úr 1990 fluttist ég heim eftir 20 ár erlendis, rúman áratug í rannsóknanámi við Kaupmannahafnarháskóla og annan við rannsóknastörf sem aðstoðarforstöðumaður við Safn mannsins á Mannfræðistofnun Náttúrusögusafns Frakklands í París og síðan sem háskólaprófessor við sálarfræði- og líffræðideildir Parísarháskóla, m.a. á Sorbonne í París. Fjölskylduástæður réðu heimför, en reynsla annarra íslenskra háskólamanna olli ugg, enda tók við alls ófullburða háskólastig og óprenthæf launakjör. Háskóli Íslands var þá í raun grunnnámsháskóli (undergraduate school) en ekki háskóli (university) í fyllstu merkingu þó margir virtust trúa því og að hann væri auk þess meðal fremstu háskóla heims og starfsmenn hans hálaunaðir. Laun háskólamanna hér voru þó ósambærileg við starfsbræður erlendis og innlenda aðila og virðingarleysi fyrir menntun þeirra og starfi yfirgengilegt. Á launaseðlinum var sem stæði: „Þú ert ekki matvinnungur heldur byrði á þjóðinni". - Flosnaði nokkur upp frá búi vötnuðu valdamenn músum, en að háskólamaður flosnaði upp frá menntun sinni, oft frá helstu háskólum veraldar, skipti engu. Við athöfn í Háskóla Íslands á tíunda áratugnum virtist eldri háskólaprófessor á hag- eða viðskiptasviði klökkna í ræðu frammi fyrir valdamönnum er hann barmaði sér út af háðuglegum launum sínum. Hans líkum var augljóslega ekki ætlað að ganga uppréttir eða hafa sjálfstæðar skoðanir heldur dansa eftir pípu valds og aura í von um dúsur. Íslenski prófessorinn myndi heldur ekki hafa rannsóknanemendur til að rannsaka brýn mál, hvorki t.d. einkavinavæðingu né hagstjórn. Styrkur háskólaprófessora þróaðra þjóða var hér óvelkominn og niðurlægðir háskólamenn lærðu að þegja. - Einn fór þó mikinn í fjölmiðlum enda lýsti sá einatt aðdáun á hæsta valdherra. Áform komu fram um „Háskóla-spilavíti"! En var það ekki bara hótun, örþrifaráð æðstu menntastofnunar þjóðar til að valda lögboðnu hlutverki sínu og ætluð til þess eins að knýja Alþingi til dáða? „Nei, á Alþingi ræða menn nyt í kúm og beitarþol og skiptast á ferskeytlum" var manni sagt. Æðsta menntastofnun þjóðar sem brautryðjandi í spilavítarekstri varð ískaldur raunveruleiki. Erlendir starfsbræður voru agndofa. - Var þetta einn forboða siðrofs og „casínó"-lifnaðar? Virðingarleysið fyrir menntun var svo innsiglað skömmu fyrir nánast gjaldþrot þjóðarinnar m.a. með því að setja einstakling einungis með grunnmenntun frá Háskóla Íslands og það í óviðkomandi fræðum ráðherra bankamála, risavaxins alþjóðlegs bankakerfis smáþjóðar, en hrun þess varð eitt hið stærsta í veraldarsögunni. Glæsileg efling háskólastigsins á síðustu árum, sem hefur gert Reykjavík að háskólaborg kom of seint, en ástæða virðist nú til bjartsýni um aukið vægi þekkingar í íslensku mannlífi.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun