Um baktjöld þagnar háskólamanna 24. september 2010 06:00 Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. Upp úr 1990 fluttist ég heim eftir 20 ár erlendis, rúman áratug í rannsóknanámi við Kaupmannahafnarháskóla og annan við rannsóknastörf sem aðstoðarforstöðumaður við Safn mannsins á Mannfræðistofnun Náttúrusögusafns Frakklands í París og síðan sem háskólaprófessor við sálarfræði- og líffræðideildir Parísarháskóla, m.a. á Sorbonne í París. Fjölskylduástæður réðu heimför, en reynsla annarra íslenskra háskólamanna olli ugg, enda tók við alls ófullburða háskólastig og óprenthæf launakjör. Háskóli Íslands var þá í raun grunnnámsháskóli (undergraduate school) en ekki háskóli (university) í fyllstu merkingu þó margir virtust trúa því og að hann væri auk þess meðal fremstu háskóla heims og starfsmenn hans hálaunaðir. Laun háskólamanna hér voru þó ósambærileg við starfsbræður erlendis og innlenda aðila og virðingarleysi fyrir menntun þeirra og starfi yfirgengilegt. Á launaseðlinum var sem stæði: „Þú ert ekki matvinnungur heldur byrði á þjóðinni". - Flosnaði nokkur upp frá búi vötnuðu valdamenn músum, en að háskólamaður flosnaði upp frá menntun sinni, oft frá helstu háskólum veraldar, skipti engu. Við athöfn í Háskóla Íslands á tíunda áratugnum virtist eldri háskólaprófessor á hag- eða viðskiptasviði klökkna í ræðu frammi fyrir valdamönnum er hann barmaði sér út af háðuglegum launum sínum. Hans líkum var augljóslega ekki ætlað að ganga uppréttir eða hafa sjálfstæðar skoðanir heldur dansa eftir pípu valds og aura í von um dúsur. Íslenski prófessorinn myndi heldur ekki hafa rannsóknanemendur til að rannsaka brýn mál, hvorki t.d. einkavinavæðingu né hagstjórn. Styrkur háskólaprófessora þróaðra þjóða var hér óvelkominn og niðurlægðir háskólamenn lærðu að þegja. - Einn fór þó mikinn í fjölmiðlum enda lýsti sá einatt aðdáun á hæsta valdherra. Áform komu fram um „Háskóla-spilavíti"! En var það ekki bara hótun, örþrifaráð æðstu menntastofnunar þjóðar til að valda lögboðnu hlutverki sínu og ætluð til þess eins að knýja Alþingi til dáða? „Nei, á Alþingi ræða menn nyt í kúm og beitarþol og skiptast á ferskeytlum" var manni sagt. Æðsta menntastofnun þjóðar sem brautryðjandi í spilavítarekstri varð ískaldur raunveruleiki. Erlendir starfsbræður voru agndofa. - Var þetta einn forboða siðrofs og „casínó"-lifnaðar? Virðingarleysið fyrir menntun var svo innsiglað skömmu fyrir nánast gjaldþrot þjóðarinnar m.a. með því að setja einstakling einungis með grunnmenntun frá Háskóla Íslands og það í óviðkomandi fræðum ráðherra bankamála, risavaxins alþjóðlegs bankakerfis smáþjóðar, en hrun þess varð eitt hið stærsta í veraldarsögunni. Glæsileg efling háskólastigsins á síðustu árum, sem hefur gert Reykjavík að háskólaborg kom of seint, en ástæða virðist nú til bjartsýni um aukið vægi þekkingar í íslensku mannlífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. Upp úr 1990 fluttist ég heim eftir 20 ár erlendis, rúman áratug í rannsóknanámi við Kaupmannahafnarháskóla og annan við rannsóknastörf sem aðstoðarforstöðumaður við Safn mannsins á Mannfræðistofnun Náttúrusögusafns Frakklands í París og síðan sem háskólaprófessor við sálarfræði- og líffræðideildir Parísarháskóla, m.a. á Sorbonne í París. Fjölskylduástæður réðu heimför, en reynsla annarra íslenskra háskólamanna olli ugg, enda tók við alls ófullburða háskólastig og óprenthæf launakjör. Háskóli Íslands var þá í raun grunnnámsháskóli (undergraduate school) en ekki háskóli (university) í fyllstu merkingu þó margir virtust trúa því og að hann væri auk þess meðal fremstu háskóla heims og starfsmenn hans hálaunaðir. Laun háskólamanna hér voru þó ósambærileg við starfsbræður erlendis og innlenda aðila og virðingarleysi fyrir menntun þeirra og starfi yfirgengilegt. Á launaseðlinum var sem stæði: „Þú ert ekki matvinnungur heldur byrði á þjóðinni". - Flosnaði nokkur upp frá búi vötnuðu valdamenn músum, en að háskólamaður flosnaði upp frá menntun sinni, oft frá helstu háskólum veraldar, skipti engu. Við athöfn í Háskóla Íslands á tíunda áratugnum virtist eldri háskólaprófessor á hag- eða viðskiptasviði klökkna í ræðu frammi fyrir valdamönnum er hann barmaði sér út af háðuglegum launum sínum. Hans líkum var augljóslega ekki ætlað að ganga uppréttir eða hafa sjálfstæðar skoðanir heldur dansa eftir pípu valds og aura í von um dúsur. Íslenski prófessorinn myndi heldur ekki hafa rannsóknanemendur til að rannsaka brýn mál, hvorki t.d. einkavinavæðingu né hagstjórn. Styrkur háskólaprófessora þróaðra þjóða var hér óvelkominn og niðurlægðir háskólamenn lærðu að þegja. - Einn fór þó mikinn í fjölmiðlum enda lýsti sá einatt aðdáun á hæsta valdherra. Áform komu fram um „Háskóla-spilavíti"! En var það ekki bara hótun, örþrifaráð æðstu menntastofnunar þjóðar til að valda lögboðnu hlutverki sínu og ætluð til þess eins að knýja Alþingi til dáða? „Nei, á Alþingi ræða menn nyt í kúm og beitarþol og skiptast á ferskeytlum" var manni sagt. Æðsta menntastofnun þjóðar sem brautryðjandi í spilavítarekstri varð ískaldur raunveruleiki. Erlendir starfsbræður voru agndofa. - Var þetta einn forboða siðrofs og „casínó"-lifnaðar? Virðingarleysið fyrir menntun var svo innsiglað skömmu fyrir nánast gjaldþrot þjóðarinnar m.a. með því að setja einstakling einungis með grunnmenntun frá Háskóla Íslands og það í óviðkomandi fræðum ráðherra bankamála, risavaxins alþjóðlegs bankakerfis smáþjóðar, en hrun þess varð eitt hið stærsta í veraldarsögunni. Glæsileg efling háskólastigsins á síðustu árum, sem hefur gert Reykjavík að háskólaborg kom of seint, en ástæða virðist nú til bjartsýni um aukið vægi þekkingar í íslensku mannlífi.
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun