Webber gagnrýndur vegna óhapps 28. júní 2010 16:41 Mark Webber svarar spurningum fréttamanna eftir óhappið í gær. Mark Webber telur að óhappið sem varð í brautinni í gær þar sem hann flaug hátt á loft eftir árekstur við Heikki Kovalainen hefði aldrei þurft að gerast. Webber segir að Kovalainen hefði átt að huga að því að hann hafi verið á fimm sekúndum hægari bíl. Það hefði verið óþarfi fyrir hann að verja stöðu sína. Báðir voru á um 300 km hraða þegar óhappið varð. "Þetta hefði aldrei þurft að gerast. Ég veit að Formúla 1 er ekki góðgerðar viðburður, en hve lengi ætlaði Heikki að verjast? Í fimmtán sekúndur", sagði Webber á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hann vildi meina að Lotus bíllinn væri 5 sekúndum hægari í hring og tilgangslaust að reyna verjast mun hraðskreiðari bíl, hans eigin. Hann taldi að Kovalainen hefði bremsað mun fyrr, en hann hafði gert í hringnum á undan. Mike Gascoyne hjá Lotus, liði Kovalainen var ekki á sama máli og Ástralinn. "Heikki átti rétt á að verjast, hann var á undan. Mér er sama hver keppinauturinn er, það eru engin A og B lið í Formúlu 1", sagði Gascoyne. "Ef menn eru á undan, þá geta þeir varist. Ef hann hefði varist í 40 hringi, þá hefði það verið frábært. Ef við hefðum skemmt fyrir þeim, þá það." "Á Force India ökumaður að hleypa McLaren framúr af því sá bíll er fljótari? Er þetta ekki kappkstur? Þa var í raun Webber sem var að flýta sér og keyrði aftan á í beinni línu og hemlaði. Þarf eitthað að spyrja hver á sökina?", sagði Gascoyne. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber telur að óhappið sem varð í brautinni í gær þar sem hann flaug hátt á loft eftir árekstur við Heikki Kovalainen hefði aldrei þurft að gerast. Webber segir að Kovalainen hefði átt að huga að því að hann hafi verið á fimm sekúndum hægari bíl. Það hefði verið óþarfi fyrir hann að verja stöðu sína. Báðir voru á um 300 km hraða þegar óhappið varð. "Þetta hefði aldrei þurft að gerast. Ég veit að Formúla 1 er ekki góðgerðar viðburður, en hve lengi ætlaði Heikki að verjast? Í fimmtán sekúndur", sagði Webber á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hann vildi meina að Lotus bíllinn væri 5 sekúndum hægari í hring og tilgangslaust að reyna verjast mun hraðskreiðari bíl, hans eigin. Hann taldi að Kovalainen hefði bremsað mun fyrr, en hann hafði gert í hringnum á undan. Mike Gascoyne hjá Lotus, liði Kovalainen var ekki á sama máli og Ástralinn. "Heikki átti rétt á að verjast, hann var á undan. Mér er sama hver keppinauturinn er, það eru engin A og B lið í Formúlu 1", sagði Gascoyne. "Ef menn eru á undan, þá geta þeir varist. Ef hann hefði varist í 40 hringi, þá hefði það verið frábært. Ef við hefðum skemmt fyrir þeim, þá það." "Á Force India ökumaður að hleypa McLaren framúr af því sá bíll er fljótari? Er þetta ekki kappkstur? Þa var í raun Webber sem var að flýta sér og keyrði aftan á í beinni línu og hemlaði. Þarf eitthað að spyrja hver á sökina?", sagði Gascoyne.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira