FIA hefur sent tilmæli til allra keppnisliða varðandi búnað keppnisbíla,
sem kallast loftdreifir og er aftan á bílunum.
Búnaðurinn hjálpar til við að soga bílinn að jörðinni og nokkur
lið, m.a. Mercedes og McLaren eru sögð vera með búnað sem sé gegn anda
reglanna. Sérstök göt fyrir ræsimótor eru sögð of stór og skapa óþarflega hagstætt loftflæði.
Því hefur FIA bent keppnisliðum á hvaða ummál er ásættanlegt og verða McLaren og Mercedes að breyta bílum sínum fyrir næsta kappakstur sem er í Ástralíu um aðra helgi.
og götin á meistarabíl Brawn á síðasta ári. En FIA vill breytingar engu að
síður.