Avatar fékk Gullhnöttinn 19. janúar 2010 04:00 avatar James Cameron ásamt framleiðanda og aðalleikurum Avatar þegar þau tóku á móti Golden Globe-verðlaununum.nordicphotos/getty Stórmyndin Avatar var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. Leikstjórinn James Cameron var einnig verðlaunaður. Það eru samtök erlendra fréttamanna í Hollywood sem standa á bak við Golden Globe-verðlaunin, sem þykja gefa góðar vísbendingar um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin 7. mars næstkomandi. „Þetta er besta starf í heimi,“ sagði Cameron þegar Avatar var kjörin besta myndin. „Starf okkar snýst um að skemmta áhorfendum úti um allan heim.“ Cameron vann einnig Golden Globe fyrir að leikstýra Titanic og í framhaldinu fékk myndin ellefu Óskarsverðlaun. Avatar hefur þénað 1,6 milljarða dollara, eða um tvö hundruð milljarða króna. Talið er að hún muni sigla fram úr Titanic í þessari viku, sem þénaði á sínum tíma 1,8 milljarða dollara, og verða um leið tekjuhæsta mynd sögunnar. The Hangover var kjörin besta myndin í söngleikja- eða gamanmyndaflokki auk þess sem Up var valin besta teiknimyndin. Hin margverðlaunaða Meryl Streep var valin besta leikkonan í söngleik eða gamanmynd fyrir hlutverk sitt í Julia & Julia og Sandra Bullock var valin besta dramatíska leikkonan fyrir frammistöðu sína í The Blind Side. Þetta voru hennar fyrstu Golden Globe-verðlaun. Það sama var uppi á teningnum hjá Jeff Bridges sem vann fyrir myndina Crazy Heart. Robert Downey Jr. var kjörinn besti leikarinn í söngleikja- eða gamanflokki fyrir hlutverk sitt í Sherlock Holmes. Mo"Nique var valin besta aukaleikkonan í dramaflokki fyrir hlutverk sitt í Precious og hinn austurríski Christoph Waltz sigraði í karlaflokki fyrir eftirminnilega frammistöðu í Inglorious Basterds. Kvikmyndin Brothers, sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi, var tilnefnd til tvennra verðlauna en fékk hvorug. Sömuleiðis var The Hurt Locker, þar sem Karl Júlíusson sá um leikmyndina, sniðgengin. Mad Men var valinn besti dramaþátturinn í sjónvarpi og í flokki söngleikja- eða gamanþátta stóð Glee uppi sem sigurvegari. Báðir þættirnir eru sýndir á Stöð 2. Michael C. Hall úr Dexter, sem er sýndur á Skjá einum, fékk Golden Globe sem besti leikarinn í dramaþætti og Julianne Margulies vann sömu verðlaun fyrir The Good Wife en þeir verða einnig sýndir á Skjá einum. Besti leikarinn í söngleikja- eða gamanþætti var kjörinn Alec Baldwin fyrir 30 Rock og í kvennaflokki vann Toni Collette fyrir United States of Tara. Báðir þættirnir eru sýndir á Skjá einum. sandra bullock Bullock fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. Golden Globes Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Stórmyndin Avatar var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. Leikstjórinn James Cameron var einnig verðlaunaður. Það eru samtök erlendra fréttamanna í Hollywood sem standa á bak við Golden Globe-verðlaunin, sem þykja gefa góðar vísbendingar um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin 7. mars næstkomandi. „Þetta er besta starf í heimi,“ sagði Cameron þegar Avatar var kjörin besta myndin. „Starf okkar snýst um að skemmta áhorfendum úti um allan heim.“ Cameron vann einnig Golden Globe fyrir að leikstýra Titanic og í framhaldinu fékk myndin ellefu Óskarsverðlaun. Avatar hefur þénað 1,6 milljarða dollara, eða um tvö hundruð milljarða króna. Talið er að hún muni sigla fram úr Titanic í þessari viku, sem þénaði á sínum tíma 1,8 milljarða dollara, og verða um leið tekjuhæsta mynd sögunnar. The Hangover var kjörin besta myndin í söngleikja- eða gamanmyndaflokki auk þess sem Up var valin besta teiknimyndin. Hin margverðlaunaða Meryl Streep var valin besta leikkonan í söngleik eða gamanmynd fyrir hlutverk sitt í Julia & Julia og Sandra Bullock var valin besta dramatíska leikkonan fyrir frammistöðu sína í The Blind Side. Þetta voru hennar fyrstu Golden Globe-verðlaun. Það sama var uppi á teningnum hjá Jeff Bridges sem vann fyrir myndina Crazy Heart. Robert Downey Jr. var kjörinn besti leikarinn í söngleikja- eða gamanflokki fyrir hlutverk sitt í Sherlock Holmes. Mo"Nique var valin besta aukaleikkonan í dramaflokki fyrir hlutverk sitt í Precious og hinn austurríski Christoph Waltz sigraði í karlaflokki fyrir eftirminnilega frammistöðu í Inglorious Basterds. Kvikmyndin Brothers, sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi, var tilnefnd til tvennra verðlauna en fékk hvorug. Sömuleiðis var The Hurt Locker, þar sem Karl Júlíusson sá um leikmyndina, sniðgengin. Mad Men var valinn besti dramaþátturinn í sjónvarpi og í flokki söngleikja- eða gamanþátta stóð Glee uppi sem sigurvegari. Báðir þættirnir eru sýndir á Stöð 2. Michael C. Hall úr Dexter, sem er sýndur á Skjá einum, fékk Golden Globe sem besti leikarinn í dramaþætti og Julianne Margulies vann sömu verðlaun fyrir The Good Wife en þeir verða einnig sýndir á Skjá einum. Besti leikarinn í söngleikja- eða gamanþætti var kjörinn Alec Baldwin fyrir 30 Rock og í kvennaflokki vann Toni Collette fyrir United States of Tara. Báðir þættirnir eru sýndir á Skjá einum. sandra bullock Bullock fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Blind Side.
Golden Globes Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira