Árangur Rosberg kemur ekki á óvart 5. apríl 2010 13:36 Nico Rosberg og Michael Schumacher aka með Mercedes og eru hér í hópi kvenna á Sepang brautinni. Nobert Haug hjá Mercedes segir að það komi sér ekkert á óvart að Nico Rosberg sé að standa sig vel sem liðsfélagi Michael Schumacher. Rosberg varð í þriðja sæti á eftir Red Bull mönnum í gær. "Þegar sögusagnir af Michael komu upp, þá hringdi Nico í mig og spurði hvort það væri satt. Hann vildi ólmur fá hann til liðsins", sagði Haug um Rosberg. Það segir meira en mörg orð um styrk Rosberg að hann vildi vinna með og keppa við meistarann margfalda. Haug vann áður náið með McLaren sem notar Mercedes vélar, en síðan ákvað Mercedes að kaupa Brawn liðið og Haug vinnur náið með Ross Brawn. Haug segir þá vinna saman og engin sé í forstjóraleik, þó tvö fyrirtæki hafi samneinast sem ein heild. Brawn er framkvæmdarstjóri liðsins. "Ég vil vinna með þeim bestu, eins og Ross Brawn. Við erum ekki upp á móti hvor öðrum, heldur vinnum saman. Ég vil hafa þann besta mér við hlið, þannig að ég vinni enn betur en ella. Það sama á við um Rosberg." Rosberg var hluti af ungliðahópi Mercedes í kart kappakstri ásamt Lewis Hamilton. "Ég hef þekkt Rosberg lengi og þegar ég vann með McLaren þá reyndum við að fá hann þangað. Þá þekki ég Keke pabba hans vel og Rosberg hefur alltaf vakið athygli. Það kemur mér ekkert á óvart að hann er að skila sínu. Hann er að negla þetta." Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nobert Haug hjá Mercedes segir að það komi sér ekkert á óvart að Nico Rosberg sé að standa sig vel sem liðsfélagi Michael Schumacher. Rosberg varð í þriðja sæti á eftir Red Bull mönnum í gær. "Þegar sögusagnir af Michael komu upp, þá hringdi Nico í mig og spurði hvort það væri satt. Hann vildi ólmur fá hann til liðsins", sagði Haug um Rosberg. Það segir meira en mörg orð um styrk Rosberg að hann vildi vinna með og keppa við meistarann margfalda. Haug vann áður náið með McLaren sem notar Mercedes vélar, en síðan ákvað Mercedes að kaupa Brawn liðið og Haug vinnur náið með Ross Brawn. Haug segir þá vinna saman og engin sé í forstjóraleik, þó tvö fyrirtæki hafi samneinast sem ein heild. Brawn er framkvæmdarstjóri liðsins. "Ég vil vinna með þeim bestu, eins og Ross Brawn. Við erum ekki upp á móti hvor öðrum, heldur vinnum saman. Ég vil hafa þann besta mér við hlið, þannig að ég vinni enn betur en ella. Það sama á við um Rosberg." Rosberg var hluti af ungliðahópi Mercedes í kart kappakstri ásamt Lewis Hamilton. "Ég hef þekkt Rosberg lengi og þegar ég vann með McLaren þá reyndum við að fá hann þangað. Þá þekki ég Keke pabba hans vel og Rosberg hefur alltaf vakið athygli. Það kemur mér ekkert á óvart að hann er að skila sínu. Hann er að negla þetta."
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira