Röddin með þeim Maríu Björk Sverrisdóttur og Sigríði Beinteinsdóttur er í fullum gangi og ferðast þær stöllur nú um landið í leit að ungum og hæfileikaríkum söngvurum.
„Já þetta gengur bara rosalega vel og búið að vera mjög gaman," segir Sigríður meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði þar sem Sindri Sindrason stjórnandi sjónvarpsþáttarins Ísland í dag spyr hana og Maríu Björk út í leitina.