Ítalskur ráðherra vill afsögn forstjóra Ferrari vegna mistaka í Formúlu 1 15. nóvember 2010 15:19 Luca Montezemolo var í Abu Dhabi um helgina. Mynd: Getty Images Ítalskur ráðherra, Roberto Calderoli vill að Luca Montezemolo segi af sér sem forstjóri Ferrari, eftir að Ferrari mistókst að krækja í titl ökumanna í Abu Dhabi Formúlu 1 mótinu í gær. Fernando Alonso var með forystu í stigamótinu fyrir lokamótið, en vegna mistaka í keppnisáætlun Ferrari varð hann af titlinum og Sebastian Vettel hjá Red Bull nældi í sinn fyrsta titil, yngstur allra ökumanna frá upphafi. Montezemolo blés þó á yfirlýsingu ráðherrans, sem sýnir þó hve mikill áhugi er á Formúlu 1 á Ítalíu, en Ferrari merkið er í hávegum haft í landinu og fyrirtækið í eigu Fiat. "Þetta var erfiður dagur fyrir okkur alla og nóttinn var lítt betri. Við erum leiðir að sjá að sumir pólitíkusar eru tilbúinir með fallöxina þegar illa gengur. Við skiljium ekki þá sem gefast upp þegar á móti blæ. Þetta er galli við ítalska þjóðarsál og við verðum að hrista þetta af okkur", sagði Montezemolo í frétt á autosport.com. "Eðli íþrótta er þannig að það er bara einn sigurvegari, en við börðumst allt til loka eftir erfiða byrjun, þegar öll sund virtust lokuð. Við stöndum alltaf saman og munum berjast áfram að hætti Ferrari. Það má lítið útaf bera, og menn verða að fagna sigri og vera sáttir þegar miður gengur", sagði Montezemolo. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ítalskur ráðherra, Roberto Calderoli vill að Luca Montezemolo segi af sér sem forstjóri Ferrari, eftir að Ferrari mistókst að krækja í titl ökumanna í Abu Dhabi Formúlu 1 mótinu í gær. Fernando Alonso var með forystu í stigamótinu fyrir lokamótið, en vegna mistaka í keppnisáætlun Ferrari varð hann af titlinum og Sebastian Vettel hjá Red Bull nældi í sinn fyrsta titil, yngstur allra ökumanna frá upphafi. Montezemolo blés þó á yfirlýsingu ráðherrans, sem sýnir þó hve mikill áhugi er á Formúlu 1 á Ítalíu, en Ferrari merkið er í hávegum haft í landinu og fyrirtækið í eigu Fiat. "Þetta var erfiður dagur fyrir okkur alla og nóttinn var lítt betri. Við erum leiðir að sjá að sumir pólitíkusar eru tilbúinir með fallöxina þegar illa gengur. Við skiljium ekki þá sem gefast upp þegar á móti blæ. Þetta er galli við ítalska þjóðarsál og við verðum að hrista þetta af okkur", sagði Montezemolo í frétt á autosport.com. "Eðli íþrótta er þannig að það er bara einn sigurvegari, en við börðumst allt til loka eftir erfiða byrjun, þegar öll sund virtust lokuð. Við stöndum alltaf saman og munum berjast áfram að hætti Ferrari. Það má lítið útaf bera, og menn verða að fagna sigri og vera sáttir þegar miður gengur", sagði Montezemolo.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira