Raikkönen vill keppa aftur í Formúlu 1 með Renault 14. september 2010 13:10 Kimi Raikkönen hefur ekið með Citroen í rallakstri á þessu ári. Mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen sem keppir í rallakstri með Citroen þessa dagana hefur áhuga á því að keyra fyrir lið Renault í Formúlu 1 árið 2011. Raikkönen var hjá Ferrari i tvö ár, en var leystur undan samningi fyrir árið í ár svo Fernando Alonso gæti tekið sæti hans. Ferrari greiddi Raikkönen laun út árið. Autosport.com greindi frá því í dag að Raikkönen hafi nálgast Renault og sýnt því áhuga að keyra með liðinu ásamt Robert Kubica á næsta ári, en Renault er enn að meta hvort liðið heldur í Rússann Vitaly Petrov á næsta ári. Hann þarf að standa sig vel í næstu mótum ef það á að ganga eftir. "Hann er á radarnum og hafði samband við okkur", sagði Eric Boullier í frétt á autosport.com í dag. Hann segir að Petrov sé inn í myndinni, ef hann geti sýnt meiri stöðugleika í mótum. Aðspurður um hvort liðið þyrfti að haga málum öðruvísi ef Raikkönen keyrði fyrir liðið sagði Boullier. "Það yrði annars konar keppnisplan í gagni og það er ekki spurning um persónuleikanna. Það kostar meira að fá mann sem er meistari en ekki. Það eru önnur vinnubrögð í kringum nýliða, heldur en þegar þú ert með tvo reynda ökumenn", sagði Boullier. Hann sagði Petrov í forgangi eins og er, en Raikkönen er meðal annarra möguleika sem liðið hefur upp á að hlaupa, gangi málin ekki eftir með Petrov. Ákvörðun um málið verður tekin fyrir lok tímabilsins. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen sem keppir í rallakstri með Citroen þessa dagana hefur áhuga á því að keyra fyrir lið Renault í Formúlu 1 árið 2011. Raikkönen var hjá Ferrari i tvö ár, en var leystur undan samningi fyrir árið í ár svo Fernando Alonso gæti tekið sæti hans. Ferrari greiddi Raikkönen laun út árið. Autosport.com greindi frá því í dag að Raikkönen hafi nálgast Renault og sýnt því áhuga að keyra með liðinu ásamt Robert Kubica á næsta ári, en Renault er enn að meta hvort liðið heldur í Rússann Vitaly Petrov á næsta ári. Hann þarf að standa sig vel í næstu mótum ef það á að ganga eftir. "Hann er á radarnum og hafði samband við okkur", sagði Eric Boullier í frétt á autosport.com í dag. Hann segir að Petrov sé inn í myndinni, ef hann geti sýnt meiri stöðugleika í mótum. Aðspurður um hvort liðið þyrfti að haga málum öðruvísi ef Raikkönen keyrði fyrir liðið sagði Boullier. "Það yrði annars konar keppnisplan í gagni og það er ekki spurning um persónuleikanna. Það kostar meira að fá mann sem er meistari en ekki. Það eru önnur vinnubrögð í kringum nýliða, heldur en þegar þú ert með tvo reynda ökumenn", sagði Boullier. Hann sagði Petrov í forgangi eins og er, en Raikkönen er meðal annarra möguleika sem liðið hefur upp á að hlaupa, gangi málin ekki eftir með Petrov. Ákvörðun um málið verður tekin fyrir lok tímabilsins.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira