Hópurinn hans Balta 28. desember 2010 11:00 Diego Luna. Baltasar Kormákur heldur utan til Hollywood í næsta mánuði þegar tökur á Contraband hefjast í New Orleans. Hundrað manna tökulið verður að störfum í rúma tvo mánuði og varla verður þverfótað fyrir stjörnum. Contraband er án nokkurs vafa eitt stærsta verkefni sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur tekið að sér. Talið er fjárhagsáætlunin hljóði upp á 30 milljónir dollara eða 3,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að það kostar rúmar 200 milljónir að framleiða íslenska kvikmynd. Myndin er framleidd undir merkjum Universal og Working Title Project en aðalstjarnan, Mark Wahlberg, sýndi myndinni strax áhuga. Kate Beckinsale. Þótt Wahlberg hafi yfirleitt verið talin ein af stóru stjörnunum í Hollywood þá gæti árið 2011 reynst honum ansi happadrjúgt því hann er framleiðandi kvikmyndarinnar The Fighter og er tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir hana; bæði sem leikari og framleiðandi. Baltasar hefur einnig klófest mexíkóska leikarann Diego Luna sem lék á móti Sean Penn í hinni margrómuðu Milk og er ein af stærstu kvikmyndastjörnum Mexíkó. Þá hefur einnig verið staðfest að Lucas Haas leiki í myndinni en hann ættu margir að muna eftir sem stráknum í Harrison Ford-tryllinum Witness. David O'Hara. Haas hefur verið viðloðandi kvikmyndaborgina og sást síðast í kvikmyndinni Inception sem margir hafa spáð góðu gengi á Óskarsverðlaunahátíðinni. Þá hefur írska hörkutólið David O'Hara einnig samþykkt að leika í myndinni en hann er kannski þekktastur fyrir að leika einn af hrottum Jacks Nicholson í The Departed og slyngan stríðsmann í Mel Gibson-kvikmyndinni Braveheart. Þá er rétt að halda því til haga að Giovanni Ribisi leikur hlutverk Jóhannesar Hauks úr upprunalegu myndinni, Caleb Landry Jones er Jörundur Ragnarsson og Ben Foster mun endurtaka leik Ingvars. E Sigurðssonar upp á enska vísu. Lucas Haas. Baltasar hefur einnig verið að leggja lokahönd á tæknilegu atriðin og hefur fengið til liðs við sig einn heitasta kvikmyndatökumanninn í bransanum í dag.Sá heitir Barry Akroyd og var tilnefndur til Óskarsverðlauna í fyrra fyrir kvikmyndatökuna í The Hurt Locker sem var ansi sigursæl á síðustu Óskarshátíð.[email protected] Golden Globes Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
Baltasar Kormákur heldur utan til Hollywood í næsta mánuði þegar tökur á Contraband hefjast í New Orleans. Hundrað manna tökulið verður að störfum í rúma tvo mánuði og varla verður þverfótað fyrir stjörnum. Contraband er án nokkurs vafa eitt stærsta verkefni sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur tekið að sér. Talið er fjárhagsáætlunin hljóði upp á 30 milljónir dollara eða 3,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að það kostar rúmar 200 milljónir að framleiða íslenska kvikmynd. Myndin er framleidd undir merkjum Universal og Working Title Project en aðalstjarnan, Mark Wahlberg, sýndi myndinni strax áhuga. Kate Beckinsale. Þótt Wahlberg hafi yfirleitt verið talin ein af stóru stjörnunum í Hollywood þá gæti árið 2011 reynst honum ansi happadrjúgt því hann er framleiðandi kvikmyndarinnar The Fighter og er tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir hana; bæði sem leikari og framleiðandi. Baltasar hefur einnig klófest mexíkóska leikarann Diego Luna sem lék á móti Sean Penn í hinni margrómuðu Milk og er ein af stærstu kvikmyndastjörnum Mexíkó. Þá hefur einnig verið staðfest að Lucas Haas leiki í myndinni en hann ættu margir að muna eftir sem stráknum í Harrison Ford-tryllinum Witness. David O'Hara. Haas hefur verið viðloðandi kvikmyndaborgina og sást síðast í kvikmyndinni Inception sem margir hafa spáð góðu gengi á Óskarsverðlaunahátíðinni. Þá hefur írska hörkutólið David O'Hara einnig samþykkt að leika í myndinni en hann er kannski þekktastur fyrir að leika einn af hrottum Jacks Nicholson í The Departed og slyngan stríðsmann í Mel Gibson-kvikmyndinni Braveheart. Þá er rétt að halda því til haga að Giovanni Ribisi leikur hlutverk Jóhannesar Hauks úr upprunalegu myndinni, Caleb Landry Jones er Jörundur Ragnarsson og Ben Foster mun endurtaka leik Ingvars. E Sigurðssonar upp á enska vísu. Lucas Haas. Baltasar hefur einnig verið að leggja lokahönd á tæknilegu atriðin og hefur fengið til liðs við sig einn heitasta kvikmyndatökumanninn í bransanum í dag.Sá heitir Barry Akroyd og var tilnefndur til Óskarsverðlauna í fyrra fyrir kvikmyndatökuna í The Hurt Locker sem var ansi sigursæl á síðustu Óskarshátíð.[email protected]
Golden Globes Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira