Massa ósáttur við eigin árangur 22. júlí 2010 11:42 Felipe Massa er ekki ánægður með gengi sitt í síðustu mótum. Mynd: Getty Images Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. Massa komst á verðlaunapall í fyrstu tveimur mótum ársins og var efstur í stigmótinu um tíma. "Auðvitað er ég ekki glaður. Upphaf tímabilsins var ekki eins og ég átti von á. Fyrstu tvö mótin voru í lagi. en síðan hefur ekki gengið vel, sérstaklega ekki í síðustu þremur", sagði Massa í frétt um gang mála á autosport.com í dag. "Þegar maður upplifir það að ekkert gangi í þremur mótum í röð án stiga, vegna þess að eitthvað kemur upp, þá er það ekki skemmtilegt." Massa lenti óhappi í fyrstu beygjunni í Kanada, í mótinu í Valencia á Spáni féll hann úr fjórða sæti og niður listann þegar öryggisbíllinn kom út á óheppilegum tíma fyrir hann og Alonso og á Silverstone var hann í vandræðum í dekkjamálum. Þá féll hann úr fimmta sæti í það síðasta. Á jákvæðu nótunum segir hann þó að bíllinn sé betri en áður, vegna nýrra hluta í honum. "Við höfum tekið framfaraskref hvað útbúnað bílsins varðar og við verðum að vera áræðnir áfram í ljósi þess. Vonandi verður bíll okkar enn betri um helgina", sagði Massa. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Endmarkið er sýnt strax að lokinni keppni, þar sem allt það besta er sýnt úr mótinu, en sá þáttur er í læstri dagskrá. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. Massa komst á verðlaunapall í fyrstu tveimur mótum ársins og var efstur í stigmótinu um tíma. "Auðvitað er ég ekki glaður. Upphaf tímabilsins var ekki eins og ég átti von á. Fyrstu tvö mótin voru í lagi. en síðan hefur ekki gengið vel, sérstaklega ekki í síðustu þremur", sagði Massa í frétt um gang mála á autosport.com í dag. "Þegar maður upplifir það að ekkert gangi í þremur mótum í röð án stiga, vegna þess að eitthvað kemur upp, þá er það ekki skemmtilegt." Massa lenti óhappi í fyrstu beygjunni í Kanada, í mótinu í Valencia á Spáni féll hann úr fjórða sæti og niður listann þegar öryggisbíllinn kom út á óheppilegum tíma fyrir hann og Alonso og á Silverstone var hann í vandræðum í dekkjamálum. Þá féll hann úr fimmta sæti í það síðasta. Á jákvæðu nótunum segir hann þó að bíllinn sé betri en áður, vegna nýrra hluta í honum. "Við höfum tekið framfaraskref hvað útbúnað bílsins varðar og við verðum að vera áræðnir áfram í ljósi þess. Vonandi verður bíll okkar enn betri um helgina", sagði Massa. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Endmarkið er sýnt strax að lokinni keppni, þar sem allt það besta er sýnt úr mótinu, en sá þáttur er í læstri dagskrá.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira