Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello var fljótastur allra um Jerez brautina á Spáni í dag. Hann ekur á Williams Cosworth, en Rússinn Vitaly Petrov varð annar á Renault.
Sebastian Vettel á Red Bull var þriðji fljótastur á undan Nico Rosberg á
Mercedes, en Felipe Massa fimmti. Barrichello var um 0.7 sekúndum fljótari
en Petrov.
Heikki Kovlainen á Lotus Cosworth keyrði útaf á nýja enska fáknum, en kost þó 30 hringi um brautina. Hann gerði mistök við stýrið og tapaði dýrmætu æfingatína. Fjórum sinnum þurfti að stöðva æfinguna vegna óhappa.