Vettel hræðist ekki veðurspánna 17. apríl 2010 08:09 Sebastian Vettel ók listavel í tímatökunni í Sjanghæ í dag á Red Bull. Mynd: Getty Images Sebasstian Vettel var að vonum sáttur við að ná besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu af fjórum í Formúlu 1 í Sjanghæ í morgun. "Þetta var erfitt í dag. Ég var ekkert sérlega ánægður í gær og Mark var fljótari en ég á æfingu í morgun. Við breyttum bílnum og ég stillti bílnum upp svipað og Mark haffði gert. Ég náði svo tveimur mjög góðum hringjum í lokaumferð tímatökunnar. Seinni hringurinn var frábær og fjórði ráspólinn staðreynd fyrir Red Bull í röð. Við erum búnir að sanna að við erum góðir á öllum gerðum brauta, alltaf á toppnum", sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Vettel hafði verið i basli með bílinn, en naut góðs af uppstillingu Mark Webbers, sem náði svo öðru sæti á eftir Vettel í tímatökunni. Sterk liðsheild þarna á ferð og góð samvinna liðsfélaga í öndvegi. "Ég vil þakka tæknimönnum mínum sérstaklega fyrir. Þeir hafa ekki fengið hádegismat, þar sem við þurftum að breyta bílnum talsvert á milli lokaæfingarinnar og tímatökunnar." "Ég held að það rigni á morgun og það verður bara spurning um hvenær, ekki hvort. Svipað og í tveimur síðustu mótum, en við hræðumst ekki rigninguna en veðurspáin er ekki björt. Bara spurning hvort það verður blautt alla keppnina eður ei. Ef það rignir er best að vera fremstur á ráslínu og með besta útsýnið. Hvort sem það verður blautt eða þurrt, þá erum við vel í stakk búnir", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum er á Stöð 2 Sport kl. 06.30 á sunnudag. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebasstian Vettel var að vonum sáttur við að ná besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu af fjórum í Formúlu 1 í Sjanghæ í morgun. "Þetta var erfitt í dag. Ég var ekkert sérlega ánægður í gær og Mark var fljótari en ég á æfingu í morgun. Við breyttum bílnum og ég stillti bílnum upp svipað og Mark haffði gert. Ég náði svo tveimur mjög góðum hringjum í lokaumferð tímatökunnar. Seinni hringurinn var frábær og fjórði ráspólinn staðreynd fyrir Red Bull í röð. Við erum búnir að sanna að við erum góðir á öllum gerðum brauta, alltaf á toppnum", sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Vettel hafði verið i basli með bílinn, en naut góðs af uppstillingu Mark Webbers, sem náði svo öðru sæti á eftir Vettel í tímatökunni. Sterk liðsheild þarna á ferð og góð samvinna liðsfélaga í öndvegi. "Ég vil þakka tæknimönnum mínum sérstaklega fyrir. Þeir hafa ekki fengið hádegismat, þar sem við þurftum að breyta bílnum talsvert á milli lokaæfingarinnar og tímatökunnar." "Ég held að það rigni á morgun og það verður bara spurning um hvenær, ekki hvort. Svipað og í tveimur síðustu mótum, en við hræðumst ekki rigninguna en veðurspáin er ekki björt. Bara spurning hvort það verður blautt alla keppnina eður ei. Ef það rignir er best að vera fremstur á ráslínu og með besta útsýnið. Hvort sem það verður blautt eða þurrt, þá erum við vel í stakk búnir", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum er á Stöð 2 Sport kl. 06.30 á sunnudag.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira