Alonso kjörinn sá besti af framkvæmdarstjórum keppnisliða 2. desember 2010 17:00 Kapparnir sem urðu efstir í kosningu framkvæmdarstjóra keppnisliða, Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Fernando Alonso. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Tímaritið Autosport stóð fyrir kosningu á besta Formúlu 1 ökumanni ársins á meðal tólf framkvæmdarstjóra keppnisliða. Kosningin var leynileg, en var birt í nýjasta eintaki tímaritsins í vikunni. Spánverjinn Fernando Alonso varð fyrir valinu. Framkvæmdarstjórar liðanna þurftu að gefa tíu ökumönnum stig, eins og gert er í Formúlu 1, frá 25 stigum niður í 1. Alonso fékk 9 stigum meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel, en Alonso varð fjórði í sama kjöri í fyrra.Vettel var efstur í kjöri framkvæmdarstjóra í fyrra, þó hann yrði ekki meistari. Nýliðinn Nico Hulkenberg komst í 8.-9. sæti ásamt Rubens Barrichello, en Hulkenberg er hættur hjá Wiliams liðinu og Pastor Maldonado kominn í hans stað. Niðurstaða kosningarinnar er hér að neðan, að atkvæði framkvæmdarstjóra Ferrari meðtöldu, en það kom of seint til að birtast í tímaritinu sjálfu, en birtist á vefsíðunni autosport.com. Einn framkvæmdarstjóri vildi bara velja um fyrstu þrjá ökumennina, vegna mismunar á bílum sem keppendur höfðu yfir að ráða. Stigin sem ökumenn fengu samkvæmt frétt um málið á autosport.com. 1. Alonso 229 2. Vettel 220 3. Hamilton 196 4. Webber 146 5. Kubica 129 6. Button 86 7. Rosberg 68 8-9. Hulkenberg 17 8-9. . Massa 17 10. Barrichello 11 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Tímaritið Autosport stóð fyrir kosningu á besta Formúlu 1 ökumanni ársins á meðal tólf framkvæmdarstjóra keppnisliða. Kosningin var leynileg, en var birt í nýjasta eintaki tímaritsins í vikunni. Spánverjinn Fernando Alonso varð fyrir valinu. Framkvæmdarstjórar liðanna þurftu að gefa tíu ökumönnum stig, eins og gert er í Formúlu 1, frá 25 stigum niður í 1. Alonso fékk 9 stigum meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel, en Alonso varð fjórði í sama kjöri í fyrra.Vettel var efstur í kjöri framkvæmdarstjóra í fyrra, þó hann yrði ekki meistari. Nýliðinn Nico Hulkenberg komst í 8.-9. sæti ásamt Rubens Barrichello, en Hulkenberg er hættur hjá Wiliams liðinu og Pastor Maldonado kominn í hans stað. Niðurstaða kosningarinnar er hér að neðan, að atkvæði framkvæmdarstjóra Ferrari meðtöldu, en það kom of seint til að birtast í tímaritinu sjálfu, en birtist á vefsíðunni autosport.com. Einn framkvæmdarstjóri vildi bara velja um fyrstu þrjá ökumennina, vegna mismunar á bílum sem keppendur höfðu yfir að ráða. Stigin sem ökumenn fengu samkvæmt frétt um málið á autosport.com. 1. Alonso 229 2. Vettel 220 3. Hamilton 196 4. Webber 146 5. Kubica 129 6. Button 86 7. Rosberg 68 8-9. Hulkenberg 17 8-9. . Massa 17 10. Barrichello 11
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira