Keppni er lokið í fjórðu innanhúss Bikarkeppni FRÍ og ljóst að ÍR er sigurvegari í sameiginlegri keppni en keppnin fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag.
ÍR var samanlagt með 132 stig í fyrsta sæti, Fjölnir/Ármann var í öðru sæti með 111,5 stig og FH í því þriðja með 100,5.
Breiðablik kom svo í fjórða sæti aðeins hálfu stigi á eftir FH en alls tóku sjö keppnislið þátt í mótinu að þessu sinni.
ÍR vann mótið einnig í fyrra og náði því að verja titil sinn.