Skipulag byggðar og lands – hefur það nú líka eitthvað með stjórnarskrána að gera? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 8. nóvember 2010 12:49 Áttundi nóvember ár hvert er helgaður skipulagsmálum undir merkjum alþjóðlega skipulagsdagsins eða „World Town Planning Day“. Þennan dag standa samtök fagfólks í skipulagsmálum víða um heim fyrir viðburðum og umræðu um tiltekin skipulagsviðfangsefni. Á alþjóðlega skipulagsdeginum í ár er athyglinni beint að skipulagi matvælaframleiðslu undir yfirskriftinni „Healthy people, healthy places, healthy planet: integrating food systems into the planning process“. Í tilefni dagsins er vefráðstefna helguð málefninu haldin dagana 8.- 9. nóvember (sjá http://www.planningtheworld.net/). Framleiðsla nægrar og heilnæmrar fæðu er sífellt brýnna viðfangsefni stjórnvalda og annarra þeirra sem fara með skipulag byggðar og lands. Vandinn er margþættur. Íbúum jarðar fjölgar stöðugt, en á sama tíma eru loftslagsbreytingar að gjörbreyta og sumsstaðar kollvarpa möguleikum til fæðuframleiðslu vegna þurrka og jarðvegseyðingar. Svo ör hefur fólksfjölgunin verið að á næstu 50 árum þarf að líkindum að framleiða meiri matvæli, en sem nemur matvælaframleiðslu síðustu hundruðir ára samanlagt, til þess eins að brauðfæða heimsbyggðina. Að auki hefur víða verið komið á ómanneskjulegum verksmiðjubúskap til að auka framleiðni í landbúnaði, en sem um leið ógnar hugsanlega sjálfbærri landnotkun og þróun. Skipulag landbúnaðarsvæða og fæðuframleiðslu hefur fengið litla athygli hérlendis. Við höfum bruðlað með land og ekki skeytt um hvernig gengið er á gott landbúnaðarland með ágangi annarrar landnýtingar, s.s. útþenslu þéttbýlis, frístundabyggðar, búgarðabyggðar og skógræktar. Þema alþjóðlega skipulagsdagsins í ár er okkur fagfólki og stjórnmálafólki sem fer með skipulag lands og byggðar þörf áminning um að sinna þessu efni betur. Þá er einnig vert að hafa í huga að á næstu áratugum kann að koma til aukin ásókn erlendra aðila í jarðnæði og ferskvatn hér á landi til matvælaframleiðslu, eftir því sem ræktunarskilyrði batna hérlendis með mildara veðurfari. Hugsanlega þurfum við þá að takast á við spurningar um yfirráð og afgjald af jarðnæði og ferskvatni líkt og við erum að fást við nú varðandi orkulindir og orkuframleiðslu. Umræða undanfarinna missera um yfirráð yfir orkulindunum og sömuleiðis um framtíð matvælaframleiðslu í heiminum ætti að vekja okkur til umhugsunar. Við þurfum sem þjóð að skilgreina vel hvaða grundvallargildi eiga að ráða för við nýtingu lands og annarra auðlinda. Fram til þessa hefur það verið gert í markmiðsákvæðum einstakra laga, á borð við skipulagslög og lög um nýtingu auðlinda. Ég tel að við þurfum varanlegri og styrkari grundvöll hvað þetta áhrærir. Þar á ég auðvitað við þann grundvöll lagasetningar, stjórnsýslu og dóma sem settur er í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar þarf að skýra á afdráttarlausan hátt rétt fólks til umhverfis og auðlinda, eignarhald og annað sem lýtur að hagnýtingu þeirra og afrakstri. Þetta málefni varðar réttindi íslenskra borgara, jöfnuð þegnanna, jafnræði núlifandi og komandi kynslóða og hvort land verður nýtt hér í framtíðinni á sjálfbæran hátt, þannig að viðhaldið sé gæðum lands og náttúru fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Áttundi nóvember ár hvert er helgaður skipulagsmálum undir merkjum alþjóðlega skipulagsdagsins eða „World Town Planning Day“. Þennan dag standa samtök fagfólks í skipulagsmálum víða um heim fyrir viðburðum og umræðu um tiltekin skipulagsviðfangsefni. Á alþjóðlega skipulagsdeginum í ár er athyglinni beint að skipulagi matvælaframleiðslu undir yfirskriftinni „Healthy people, healthy places, healthy planet: integrating food systems into the planning process“. Í tilefni dagsins er vefráðstefna helguð málefninu haldin dagana 8.- 9. nóvember (sjá http://www.planningtheworld.net/). Framleiðsla nægrar og heilnæmrar fæðu er sífellt brýnna viðfangsefni stjórnvalda og annarra þeirra sem fara með skipulag byggðar og lands. Vandinn er margþættur. Íbúum jarðar fjölgar stöðugt, en á sama tíma eru loftslagsbreytingar að gjörbreyta og sumsstaðar kollvarpa möguleikum til fæðuframleiðslu vegna þurrka og jarðvegseyðingar. Svo ör hefur fólksfjölgunin verið að á næstu 50 árum þarf að líkindum að framleiða meiri matvæli, en sem nemur matvælaframleiðslu síðustu hundruðir ára samanlagt, til þess eins að brauðfæða heimsbyggðina. Að auki hefur víða verið komið á ómanneskjulegum verksmiðjubúskap til að auka framleiðni í landbúnaði, en sem um leið ógnar hugsanlega sjálfbærri landnotkun og þróun. Skipulag landbúnaðarsvæða og fæðuframleiðslu hefur fengið litla athygli hérlendis. Við höfum bruðlað með land og ekki skeytt um hvernig gengið er á gott landbúnaðarland með ágangi annarrar landnýtingar, s.s. útþenslu þéttbýlis, frístundabyggðar, búgarðabyggðar og skógræktar. Þema alþjóðlega skipulagsdagsins í ár er okkur fagfólki og stjórnmálafólki sem fer með skipulag lands og byggðar þörf áminning um að sinna þessu efni betur. Þá er einnig vert að hafa í huga að á næstu áratugum kann að koma til aukin ásókn erlendra aðila í jarðnæði og ferskvatn hér á landi til matvælaframleiðslu, eftir því sem ræktunarskilyrði batna hérlendis með mildara veðurfari. Hugsanlega þurfum við þá að takast á við spurningar um yfirráð og afgjald af jarðnæði og ferskvatni líkt og við erum að fást við nú varðandi orkulindir og orkuframleiðslu. Umræða undanfarinna missera um yfirráð yfir orkulindunum og sömuleiðis um framtíð matvælaframleiðslu í heiminum ætti að vekja okkur til umhugsunar. Við þurfum sem þjóð að skilgreina vel hvaða grundvallargildi eiga að ráða för við nýtingu lands og annarra auðlinda. Fram til þessa hefur það verið gert í markmiðsákvæðum einstakra laga, á borð við skipulagslög og lög um nýtingu auðlinda. Ég tel að við þurfum varanlegri og styrkari grundvöll hvað þetta áhrærir. Þar á ég auðvitað við þann grundvöll lagasetningar, stjórnsýslu og dóma sem settur er í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar þarf að skýra á afdráttarlausan hátt rétt fólks til umhverfis og auðlinda, eignarhald og annað sem lýtur að hagnýtingu þeirra og afrakstri. Þetta málefni varðar réttindi íslenskra borgara, jöfnuð þegnanna, jafnræði núlifandi og komandi kynslóða og hvort land verður nýtt hér í framtíðinni á sjálfbæran hátt, þannig að viðhaldið sé gæðum lands og náttúru fyrir komandi kynslóðir.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun