Þrjú ný tónverk frumflutt 1. maí 2010 02:30 Anna Þorvaldsdóttir á verkið Hrím á konsertskrá Caput á miðvikudag en tveimur dögum síðar verður það flutt öðru sinni vestur í Bandaríkjunum. Á miðvikudagskvöld verða stórtónleikar í vegum tónlistarhópsins Caput í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg þar sem frumflutt verða þrjú ný íslensk verk, þeirra á meðal tveir nýir einleikskonsertar, annar saminn fyrir bassa en hinn fyrir píanó. Einleikarar eru Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari. Verkin eru píanókonsertinn „Allt hefur breyst. Ekkert hefur breyst“ eftir Hauk Tómasson, Konsert fyrir kontrabassa og kammersveit eftir Snorra Sigfús Birgisson. Þá verður frumflutt verkið Hrím eftir eitt af okkar helstu tónskáldum af yngri kynslóðinni, Önnu Þorvaldsdóttur. Stjórnandi á tónleikunum er Snorri Sigfús Birgisson. Haukur Tómasson er eitt af okkar virtustu tónskáldum. Hann hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004. Hann samdi verkið að beiðni Víkings Heiðars og er það tileinkað honum. Það varð til á árunum 2007 til 2009 og vísar titillinn til óvissu þess tíma, segir Haukur. Það er þó ekki fyrsta tónverkið sem beinlínis tekst á við þá hræringarmiklu tíma í lífi þjóðarinnar því Hafdís Bjarnadóttir samdi verk eftir hrun sem kallaðist Krónan þar sem sveiflur hennar og fall voru sett í tónmál. En spennandi verður að heyra kenndirnar „Allt hefur breyst. Ekkert hefur breyst“ færða í tónmál í túlkun hins snjalla píanóleikara. Þungir tónar munu heyrast í öðrum frumflutningi tónleikanna en bassakonsert sinn samdi Snorri Sigfús Birgisson fyrir Hávarð Tryggvason kontrabassaleikara og Caput-hópinn. Verkið tileinkar Snorri Hávarði en hann er fyrsti bassaleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur leikið með Caput-hópnum frá upphafi. Konsertinn er í 12 köflum. Fyrstu kaflarnir standa einir og sér en þegar líður á verkið dregur úr sjálfstæðinu og seinni hluti verksins er leikinn án hlés. Þriðji frumflutningur tónleikanna er verkið Hrím eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem er ein af okkar fáu konum í tónskáldastétt þótt þeim fari æ fjölgandi. Anna segir um verkið: „Hrím var skrifað í lok árs 2009 og byrjun árs 2010 sem pöntun fyrir UCSD New Music Ensemble sem áður var þekkt sem Sonor Ensemble.“ Það átti að vera hliðarverk við flutning á Kammerkonsert Ligetis í flutningi og dró dám af hljóðfæraskipan hans. „Verkið byggir á tvístrun og endurómun,“ segir Anna, „þar sem atriði í tónlistinni eru leyst upp í öreindir sínar og látin blómstra í gegnum grunnþætti sína innan samspilsins. Verkið er í einum stuttum þætti þar sem heildarferli þess þjónar frá byrjun til enda hugmyndinni um tvístrun og enduróm.“ Anna naut styrks úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins við samningu verksins. Þess má geta að Hrím verður flutt aftur í San Diego aðeins á föstudag, tveimur dögum eftir frumflutninginn hér á Íslandi. Tónleikarnir verða hljóðritaðir á vegum Ríkisútvarpsins til síðari flutnings á ljósvakanum. Miðasala á tónleikana á miðvikudagskvöld er á midi.is en þeir hefjast kl. [email protected] Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Á miðvikudagskvöld verða stórtónleikar í vegum tónlistarhópsins Caput í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg þar sem frumflutt verða þrjú ný íslensk verk, þeirra á meðal tveir nýir einleikskonsertar, annar saminn fyrir bassa en hinn fyrir píanó. Einleikarar eru Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari. Verkin eru píanókonsertinn „Allt hefur breyst. Ekkert hefur breyst“ eftir Hauk Tómasson, Konsert fyrir kontrabassa og kammersveit eftir Snorra Sigfús Birgisson. Þá verður frumflutt verkið Hrím eftir eitt af okkar helstu tónskáldum af yngri kynslóðinni, Önnu Þorvaldsdóttur. Stjórnandi á tónleikunum er Snorri Sigfús Birgisson. Haukur Tómasson er eitt af okkar virtustu tónskáldum. Hann hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004. Hann samdi verkið að beiðni Víkings Heiðars og er það tileinkað honum. Það varð til á árunum 2007 til 2009 og vísar titillinn til óvissu þess tíma, segir Haukur. Það er þó ekki fyrsta tónverkið sem beinlínis tekst á við þá hræringarmiklu tíma í lífi þjóðarinnar því Hafdís Bjarnadóttir samdi verk eftir hrun sem kallaðist Krónan þar sem sveiflur hennar og fall voru sett í tónmál. En spennandi verður að heyra kenndirnar „Allt hefur breyst. Ekkert hefur breyst“ færða í tónmál í túlkun hins snjalla píanóleikara. Þungir tónar munu heyrast í öðrum frumflutningi tónleikanna en bassakonsert sinn samdi Snorri Sigfús Birgisson fyrir Hávarð Tryggvason kontrabassaleikara og Caput-hópinn. Verkið tileinkar Snorri Hávarði en hann er fyrsti bassaleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur leikið með Caput-hópnum frá upphafi. Konsertinn er í 12 köflum. Fyrstu kaflarnir standa einir og sér en þegar líður á verkið dregur úr sjálfstæðinu og seinni hluti verksins er leikinn án hlés. Þriðji frumflutningur tónleikanna er verkið Hrím eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem er ein af okkar fáu konum í tónskáldastétt þótt þeim fari æ fjölgandi. Anna segir um verkið: „Hrím var skrifað í lok árs 2009 og byrjun árs 2010 sem pöntun fyrir UCSD New Music Ensemble sem áður var þekkt sem Sonor Ensemble.“ Það átti að vera hliðarverk við flutning á Kammerkonsert Ligetis í flutningi og dró dám af hljóðfæraskipan hans. „Verkið byggir á tvístrun og endurómun,“ segir Anna, „þar sem atriði í tónlistinni eru leyst upp í öreindir sínar og látin blómstra í gegnum grunnþætti sína innan samspilsins. Verkið er í einum stuttum þætti þar sem heildarferli þess þjónar frá byrjun til enda hugmyndinni um tvístrun og enduróm.“ Anna naut styrks úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins við samningu verksins. Þess má geta að Hrím verður flutt aftur í San Diego aðeins á föstudag, tveimur dögum eftir frumflutninginn hér á Íslandi. Tónleikarnir verða hljóðritaðir á vegum Ríkisútvarpsins til síðari flutnings á ljósvakanum. Miðasala á tónleikana á miðvikudagskvöld er á midi.is en þeir hefjast kl. [email protected]
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira