Þurftu að fylla upp í fimm milljarða gat 1. desember 2010 06:00 Kynna áform Jón Gnarr borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Valli Borgaryfirvöld í Reykjavík gera ráð fyrir nær tveggja milljarða hækkun á þjónustugjöldum og sköttum í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði áætlunina fram á borgarstjórnarfundi í gær. Jón Gnarr borgarstjóri sagði að stoppa hafi þurft í fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar, en við gerð áætlunarinnar hafi takmarkið verið að verja velferðarþjónustu borgarinnar og barnafjölskyldur. Í þeim tilgangi hafi verið farin leið sem hafi í för með sér hagræðingu í rekstri upp á 2,9 milljarða og hækkun skatta og þjónustugjalda um tæpa tvo milljarða. Útsvarsprósenta hækkar upp í 13,2 prósent, en auk þess hækka fasteignagjöld og lóðaleiga. Meðal gjaldskrárhækkana má nefna sorphirðugjöld sem munu hækka um allt að 260 milljónir á næsta ári. Auk þess er gjaldskrá leikskóla hækkuð um 5,35 prósent og ýmis afsláttur lækkaður eða lagður af. Þó hefur verið aukið við fjárveitingar til leikskólasviðs, meðal annars til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun og eins mun fjárhagsaðstoð borgarinnar hækka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að í þessari áætlun sé lagður grunnur að vexti borgarinnar til framtíðar. „Þess vegna held ég að þessi fjárhagsáætlun marki tímamót. Við erum að bæta verulega í atvinnumálin þar sem við setjum verulegar fjárhæðir í mannaflsfrekar framkvæmdir og erum þannig að senda skilaboð um að samfélagið komi með okkur upp úr kreppunni." Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir áætlun meirihlutans vera miðjumoð. „Það sem mér finnst alvarlegast er að þeir ákveði að skilja eftir örlitla prósentu af útsvarsheimildum, sem gæti aflað okkur 230 milljóna í tekjur, en sækja þess í stað 250 milljónir í gegnum gjaldskrárhækkanir á þjónustu við börn. Það leiðir til þess að stærsti hluti þeirra byrða sem lagðar verða á borgarbúa á næsta ári mun hvíla á herðum barnafjölskyldna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segist einnig ósátt við þá leið sem meirihlutinn hefur valið. „Við hefðum viljað draga enn frekar saman í miðlægri þjónustu, fresta nýjum útgjaldaliðum og nýta reynslu og þekkingu starfsfólks og íbúa, en tillögur þeirra spöruðu á síðasta ári hærri fjárhæðum en skattahækkanir meirihlutans gera nú og velta öllum vandanum yfir á borgarbúa." [email protected] Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Borgaryfirvöld í Reykjavík gera ráð fyrir nær tveggja milljarða hækkun á þjónustugjöldum og sköttum í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði áætlunina fram á borgarstjórnarfundi í gær. Jón Gnarr borgarstjóri sagði að stoppa hafi þurft í fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar, en við gerð áætlunarinnar hafi takmarkið verið að verja velferðarþjónustu borgarinnar og barnafjölskyldur. Í þeim tilgangi hafi verið farin leið sem hafi í för með sér hagræðingu í rekstri upp á 2,9 milljarða og hækkun skatta og þjónustugjalda um tæpa tvo milljarða. Útsvarsprósenta hækkar upp í 13,2 prósent, en auk þess hækka fasteignagjöld og lóðaleiga. Meðal gjaldskrárhækkana má nefna sorphirðugjöld sem munu hækka um allt að 260 milljónir á næsta ári. Auk þess er gjaldskrá leikskóla hækkuð um 5,35 prósent og ýmis afsláttur lækkaður eða lagður af. Þó hefur verið aukið við fjárveitingar til leikskólasviðs, meðal annars til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun og eins mun fjárhagsaðstoð borgarinnar hækka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að í þessari áætlun sé lagður grunnur að vexti borgarinnar til framtíðar. „Þess vegna held ég að þessi fjárhagsáætlun marki tímamót. Við erum að bæta verulega í atvinnumálin þar sem við setjum verulegar fjárhæðir í mannaflsfrekar framkvæmdir og erum þannig að senda skilaboð um að samfélagið komi með okkur upp úr kreppunni." Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir áætlun meirihlutans vera miðjumoð. „Það sem mér finnst alvarlegast er að þeir ákveði að skilja eftir örlitla prósentu af útsvarsheimildum, sem gæti aflað okkur 230 milljóna í tekjur, en sækja þess í stað 250 milljónir í gegnum gjaldskrárhækkanir á þjónustu við börn. Það leiðir til þess að stærsti hluti þeirra byrða sem lagðar verða á borgarbúa á næsta ári mun hvíla á herðum barnafjölskyldna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segist einnig ósátt við þá leið sem meirihlutinn hefur valið. „Við hefðum viljað draga enn frekar saman í miðlægri þjónustu, fresta nýjum útgjaldaliðum og nýta reynslu og þekkingu starfsfólks og íbúa, en tillögur þeirra spöruðu á síðasta ári hærri fjárhæðum en skattahækkanir meirihlutans gera nú og velta öllum vandanum yfir á borgarbúa." [email protected]
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira