Alonso svekktur eftir mistök Ferrari 14. nóvember 2010 20:24 Mynd: Getty Images Fernando Alonso segir að Ferrari hafi gert mistök þegar liðið lét hann taka þjónustuhlé í mótinu í Abu Dhabi í dag, skömmu eftir að Mark Webber tók sitt hlé. Báðir féllu þeir niður listann, Alonso úr því fjórða og náði aðeins sjöunda sæti, en þurfti það fjórða til að verða meistari á eftir Sebastian Vettel sem vann sigur í mótinu og varð meistari. Alonso var efstur í stigamótinu fyrir keppnina í dag og hafði alla burði til að landa titlinum, ef vel hefði gengið. Hann var þriðji á ráslínu en missti Jenson Button framúr sér í upphafi og síðan fleiri ökumenn eftir þjónustuhlé. Alonso var mjög svekktur eftir keppnina og tók það smávegis út á Vitaly Petrov úr bílnum eftir keppni, en Petrov lét sér fátt um finnast. Hafði ekið vel og haldið Alonso fyrir aftan sig án vandræða, eftir að Renault liðið skákaði Ferrari varðandi þjónustuhlé. "Þetta var sorgleg upplifun, en hvað getum við gert. Mótið gekk ekki eins við vildum. Fyrst tók Petrov hlé og svo Webber, þannig að við þurftum að verjast þeim. Við ákváðum að stíla inn að breyta áætlun okkar þannig að við gætum átt við Webber. Trúlega var það ekki rétt ákvörðun, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Aðrir stóðu sig bara betur", sagði Alonso sem náði aldrei að skáka Petrov sem var á undan honum eftir þjónustuhlé. Alonso gat ekki breytt afstöðu Ferrari manna hvað þjónustuhléið varðar. "Ég hafði ekki tíma til að hugsa um þetta. Ég sá Webber taka hlé og Felipe og Webber var að græða tíma á okkur, þannig að það varð að svara kallinu til að vera á undan Webber. En eftir á að hyggja hefðum við kannski getað haldið áfram eins og Button. En það var ómögulegt að vita hvort mjúk dekkin entust eður ei", sagði Alonso. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso segir að Ferrari hafi gert mistök þegar liðið lét hann taka þjónustuhlé í mótinu í Abu Dhabi í dag, skömmu eftir að Mark Webber tók sitt hlé. Báðir féllu þeir niður listann, Alonso úr því fjórða og náði aðeins sjöunda sæti, en þurfti það fjórða til að verða meistari á eftir Sebastian Vettel sem vann sigur í mótinu og varð meistari. Alonso var efstur í stigamótinu fyrir keppnina í dag og hafði alla burði til að landa titlinum, ef vel hefði gengið. Hann var þriðji á ráslínu en missti Jenson Button framúr sér í upphafi og síðan fleiri ökumenn eftir þjónustuhlé. Alonso var mjög svekktur eftir keppnina og tók það smávegis út á Vitaly Petrov úr bílnum eftir keppni, en Petrov lét sér fátt um finnast. Hafði ekið vel og haldið Alonso fyrir aftan sig án vandræða, eftir að Renault liðið skákaði Ferrari varðandi þjónustuhlé. "Þetta var sorgleg upplifun, en hvað getum við gert. Mótið gekk ekki eins við vildum. Fyrst tók Petrov hlé og svo Webber, þannig að við þurftum að verjast þeim. Við ákváðum að stíla inn að breyta áætlun okkar þannig að við gætum átt við Webber. Trúlega var það ekki rétt ákvörðun, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Aðrir stóðu sig bara betur", sagði Alonso sem náði aldrei að skáka Petrov sem var á undan honum eftir þjónustuhlé. Alonso gat ekki breytt afstöðu Ferrari manna hvað þjónustuhléið varðar. "Ég hafði ekki tíma til að hugsa um þetta. Ég sá Webber taka hlé og Felipe og Webber var að græða tíma á okkur, þannig að það varð að svara kallinu til að vera á undan Webber. En eftir á að hyggja hefðum við kannski getað haldið áfram eins og Button. En það var ómögulegt að vita hvort mjúk dekkin entust eður ei", sagði Alonso.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira